
38 ára gömul gift kona hefur verið ákærð fyrir kynferðislega áreitni í gufubaði á hóteli á Magaluf-ströndinni á Mallorca, gagnvart 18 ára pilti.
Atvikið átti sér stað síðasta sumar en konan er frá Írlandi og meintur brotaþoli frá Svíþjóð. Konan og ungi maðurinn voru einu gestirnir í tyrknesku gufubaði á Hotel Martinique. Þau voru bæði nakin og höfðu verið að spjalla saman er konan byrjaði að snerta kynfæri mannsins. Hann sagði „nei, nei, nei,“ og fór út úr gufubaðinu. Hann tilkynnti atvikið til starfsfólks á hótelinu sem hringdi á lögregluna.
Konan var handtekin skömmu síðar og var hún þá með eiginmanni sínum. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald en var síðan látin laus gegn tryggingu og fékk að vera heim til sín til Írlands.
Núna eru hins vegar réttarhöld hafin í málinu og krefst saksóknari þess að konan verði dæmd í 18 mánaða fangelsi og brotaþolinn krefst 500 evra í miskabætur. Saksóknari krefst þess einnig að konunni verið bannað að starfa með ungmennu í tvö ár eftir að dómur fellur.
Sjá nánar á Mirror.