fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 16:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga gaslýsingu og segir okkur alltof oft sætta okkur við ömurlegar afsökunarbeiðnir sem eru gaslýsingar.

Sem dæmi tekur hún:

 „Þú ert alltof mikið snjókorn. Þolir ekki neitt.“

 „Fyrr má nú vera hvað þú ert dramatískur.“

 „Ég var bara að djóka… má bara ekkert segja við þig.“

 „Nú ertu að bregðast alltof harkalega við enn og aftur.“

Stundum er öllu sópað undir teppið eins og þar safnast það upp í gremju og pirringi.

 „Gleymum þessu bara.“

 „Horfum bara framávið.“

 „Erum við ekki bara góð?“

Ragga segir okkur ekki eiga að sætta okkur við ömurlegar afsökunarbeiðnir.

„Þegar á okkur hefur verið brotið eigum við skilið elegant og auðmjúka afsökunarbeiðni.

*Taka fulla ábyrgð. Þetta er kjarninn í að biðjast raunverulega afsökunar. Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni.

*Virðing fyrir tilfinningum hinnar manneskjunnar. Ekki gaslýsa. Ekki tilfinningasmána. Ekki fara í fórnarlambsgír.

*Sýna raunverulega iðrun yfir eigin gjörðum. Ekki reyna að réttlæta eða verja gjörðirnar.

*Lýsa yfir breytingu á hegðun og hvernig viðkomandi ætlar að bregðast betur við næst.

Þetta atriði gleymist alltof oft í afsökunarbeiðni, en rannsóknir sýna að er mikilvægasta atriðið til að fá fyrirgefningu náungans. Það er ekki nóg að prumpa bara út lélegu Sorrý-i og halda að þá rigni glimmeri, allir detti í blússandi hamingju og Village People á fóninn.

Tilfinningalega vanþroskað fólk biðst bara afsökunar til að snúa málum aftur sér í hag. Til að hafa hina manneskjuna á sínu bandi, en halda svo áfram að vaða yfir mörk og beita klækjabrögðum til að ná sínu fram.

Tilfinningalega þroskað fólk sýnir iðrun og auðmýkt. Það biðst afsökunar af einlægni. Tekur ábyrgð á gjörðum sínum. Viðurkennir tilfinningar annarra. Lýsir yfir breytingu á hegðun í framtíðinni.Ef viðkomandi breytir ekki hegðun, og fleygir ítrekað inn skítasorrý-i eftir rangar gjörðir, þarftu á einhverjum tímapunkti að endurskoða sambandið til að vernda innri sálarfrið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina