fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Fókus
Föstudaginn 14. nóvember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Meghan Trainor, sem gerði garðinn frægan með því að syngja um veglegan afturenda sinn, er minni um sig í dag eftir að hún missti tæp 30 kíló. Aðdáendur hennar supu margir hveljur og telja að söngkonan, sem lengi var þekkt fyrir að vera í mýkri kantinum og stolt af því, sé orðin of horuð.

Meghan hefur áður tjáð sig um þyngdartapið en hún notaði meðal annars þyngdarstjórnunarlyfið Mounjaro. Hún hefur lítið fyrir gagnrýnina og hefur meira að segja samið lag þar sem hún tekur fram að hún kæri sig kolluga um gagnrýnina. Gagnrýnendur verði aldrei ánægðir, áður hafi hún verið of feit en nú sé hún greinilega of grönn.

Hún segir í samtali við Entertainment Tonight að hún sé loksins að setja heilsuna sína í forgang.

„Ég er bókstaflega, í fyrsta sinn eftir að ég eignaðist börnin mín, að setja heilsuna í forgang. Mér hefur aldrei liðið betur og ég er glæsileg.“

Söngkonan bætir við að það fari ekki framhjá henni að gagnrýnisraddirnar verði sífellt hærri, en hún segist verða fyrir árásum fyrir það eitt að líða vel.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Meghan Trainor (@meghantrainor)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“