fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 16:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bóklestur Íslendinga hefur dregist töluvert saman samkvæmt könnun sem Miðstöð íslenska bókmennta lét gera, í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenki, Landsbókasafn – Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sá um framkvæmd könnunarinnar og fór hún fram dagana 7. til 20. október 2025.

Niðurstöður könnunarinnar er sú að þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum.

Konur lesa að jafnaði meira en karlar, þau eldri meira en þau yngri og nær helmingur landsmanna er með áskrift að hljóðbókaveitu.

Að jafnaði lesa Íslendingar 2,3 bækur á mánuði, sem er svipað og undanfarin ár. Tölurnar sýna að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 37% svarenda sögðust ekki hafa lesið neina bók síðustu 30 daga, sem er hækkun frá því í fyrra þegar hlutfallið var 31%.

Konur, ungt fólk og háskólamenntaðir eru líklegri en aðrir til að setja sér lestrarmarkmið og nýta sér fleiri leiðir til að nálgast bækur. Meirihluti þjóðarinnar, eða 62%, les oftar eða eingöngu á íslensku, en 20% lesa einungis eða oftar á öðru tungumáli.

Dregið úr lestri bóka á öllum formum

72% þjóðarinnar hafa lesið hefðbundna bók á síðustu 12 mánuðum. Lestur á hefðbundnum bókum hefur dregist saman, en hann var 80% í fyrra og 78% árið þar á undan. Þjóðin virðist þó ekki vera að skipta út hefðbundnum bókum fyrir hljóðbækur eða rafbækur því notkun á hljóðbókum hefur einnig dregist saman. Tæpur helmingur landsmanna, eða 48%, hefur hlustað á hljóðbók sl. 12 mánuði, en hlutfallið var 56% í fyrra og 54% árið 2023. Sömu sögu má segja um rafbækur, en árið 2023 voru 38% sem höfðu lesið rafbækur sl. 12 mánuði en hlutfallið var 35% í fyrra og er 31% í ár.

Af þeim sem lesa/hlusta á bækur vikulega eða oftar eru 28% sem lesa hefðbundnar bækur, 25% sem hlusta á hljóðbækur og 12% sem lesa rafbækur.

62% lesa oftar eða einungis á íslensku en öðru tungumáli

 Meirihluti þjóðarinnar eða 62% lesa oftar eða eingöngu á íslensku. Lítil sem engin breyting hefur orðið á þessu hlutfalli síðan könnunin var fyrst framkvæmd 2017. Tveir af hverjum tíu eða 20% lesa einungis eða oftar á öðru tungumáli. Vert er þó að hafa í huga að könnunin nær síður til aðfluttra, sem þýðir að hlutfall þeirra sem lesa á öðru tungumáli er hugsanlega vanmetið.

Konur lesa meira á öðru tungumáli en karlar, en 22% kvenna lesa oftar eða einungis á öðru tungumáli samanborið við 17% karla.

Það er einnig skýr aldursmunur á þeim sem lesa eingöngu á íslensku. Meirihluti þeirra sem er á aldrinum 65 ára eða eldri, eða 55%, les einungis á íslensku samanborið við 15% í aldurshópnum 18 til 24 ára og 9% í aldurshópnum 25-34 ára.

Ítarlegri tilkynningu með myndrænni framsetningu má hlaða upp með því að smella á tengilinn hér að neðan: 

Fréttatilkynning lestrakönnun 2025 niðurstöður (002)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“