

Fjórðu umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld en Manchester City vann sannfærandi 4-1 sigur á Dortmund. Phil Foden skoraði tvö og Erling Haaland og Rayan Cherki eitt.
Barcelona gerði 3-3 jafntefli við Club Brugge á útivelli, óvænt úrslit.
Newcastle vann notalegan 2-0 sigur á Athletic Bilbao þar sem Dan Burn og Joelinton skoruðu mörkin.
Atalanta vann 0-1 sigur á Marseille í mikilli dramatík þar sem sigurmarkið kom á 90 mínútu leiksins
Galatasaray slátraði Ajax á útivelli og Inter rétt marði Kairat Almaty á heimavelli.
Fyrr í kvöld gerði Chelsea 2-2 jafntefli við Qarabag í Aserbídsjan þar sem Alejandro Garnacho bjargaði stigi fyrir Chelsea.