
Banamein Banks var krabbamein.
Þennan örlagaríka dag skaut Banks fjórtán manns, en þrettán létust. Á meðal þeirra sem létust voru fimm börn hans á aldrinum eins til sex ára og fjórar barnsmæður hans.
Þetta var eitt versta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna á þessum tíma.
Í umfjöllun AP er rifjað upp að Banks hafði setið að sumbli í gleðskap í Wilkes-Barre þegar hann sótti sér skotvopn að gerðinni AR-15 og fór heim til sín þar sem hann hóf skothríðina.
Eftir ódæðið á heimili sínu rakst hann á fjögur ungmenni í nágrenninu og skaut hann tvö þeirra með þeim afleiðingum að annað þeirra lést.
Banks var handtekinn á heimili vinar síns eftir umsátur lögreglu og í yfirheyrslum sagðist hann hafa drepið börnin sín svo þau þyrftu ekki að alast upp í „rasísku samfélagi“.
Banks var dæmdur til dauða árið 1985 og átti að taka hann af lífi í mars 1996. Áfrýjun lögmanna hans bar að lokum árangur og var dómnum breyt tí lífstíðarfangelsi.