fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Pressan
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Banks, 83 ára fjöldamorðingi, dó í Phoenix-ríkisfangelsinu í Pennsylvaníu á sunnudag. Banks var einn alræmdasti fjöldamorðingi Bandaríkjanna en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta 13 manns til bana árið 1982.

Banamein Banks var krabbamein.

Þennan örlagaríka dag skaut Banks fjórtán manns, en þrettán létust. Á meðal þeirra sem létust voru fimm börn hans á aldrinum eins til sex ára og fjórar barnsmæður hans.

Þetta var eitt versta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna á þessum tíma.

Í umfjöllun AP er rifjað upp að Banks hafði setið að sumbli í gleðskap í Wilkes-Barre þegar hann sótti sér skotvopn að gerðinni AR-15 og fór heim til sín þar sem hann hóf skothríðina.

Eftir ódæðið á heimili sínu rakst hann á fjögur ungmenni í nágrenninu og skaut hann tvö þeirra með þeim afleiðingum að annað þeirra lést.

Banks var handtekinn á heimili vinar síns eftir umsátur lögreglu og í yfirheyrslum sagðist hann hafa drepið börnin sín svo þau þyrftu ekki að alast upp í „rasísku samfélagi“.

Banks var dæmdur til dauða árið 1985 og átti að taka hann af lífi í mars 1996. Áfrýjun lögmanna hans bar að lokum árangur og var dómnum breyt tí lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“