
Stúlkan fannst í kassa í kjallara á heimili 26 ára karlmanns og var maðurinn, Ki-Shawn Crumity, handtekinn á vettvangi.
Svo virðist vera sem stúlkan hafi kynnst manninum á Snapchat og honum tekist að sannfæra hana um að hitta sig með blekkingum. Hún er talin hafa ferðast sjálf með rútufyrirtækinu Greyhound alla leið til Pittsburgh þar sem maðurinn tók á móti henni.
Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að stúlkan hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi, fengið mat sem innihélt kannabisefni og verið neydd til að dvelja í kjallaranum með manninum og konu sem var einnig þar.
Tveir aðrir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við málið, annars vegar 62 ára maður í Columbus í Georgíuríki og 64 ára karlmaður í New Orleans. Þeir eru grunaðir um aðild að málinu en óvíst er hver þeirra þáttur var.
Lögregla segir að málið sé enn eitt dæmið um þær hættur sem geta leynst á samfélagsmiðlum fyrir börn og ungmenni.