fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Pressan
Föstudaginn 31. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys í Flórída þann 9. febrúar síðastliðinn, þar sem ungt par slasaðist alvarlega, breyttist í morðrannsókn þegar karlmaðurinn vaknaði úr dái og ræddi við lögreglu.

Hin 24 ára Leigha Mumby var undir stýri þennan örlagaríka dag og í framsætinu við hlið hennar sat unnusti hennar, hinn 22 ára gamli Daniel Waterman.

Bifreiðin fór út af veginum af óljósum orsökum og skall harkalega á tré og voru Mumby og Daniel flutt mikið slösuð á sjúkrahús.

Mumby var ólétt en bæði hún og barnið lifðu slysið af og fæddi hún heilbrigða dóttur fyrr á þessu ári. Í skýrslutöku hjá lögreglu eftir slysið sagðist hún ekki muna neitt eftir aðdragandanum að því. Það eina sem hún kvaðst muna var að hafa rankað við sér í bílnum eftir slysið og sársaukinn sem hún fann hafi verið óbærilegur.

Daniel slasaðist hins vegar meira í slysinu og var honum haldið sofandi í nokkra mánuði eftir það. Hann hlaut meðal annars alvarlegan mænuskaða og mikla áverka á höfði. Eftir að hann vaknaði úr dái í maí síðastliðnum náði hann hins vegar að segja lögreglu hvað gerðist í bílnum.

Í skýrslutökunni sagði Daniel að Mumby hefði ekið bílnum vísvitandi á tré eftir heiftarleg rifrildi á milli þeirra. Rifrildið hófst þegar hann komst að því að hún var ólétt og þá virðist Mumby hafa verið sjúk af afbrýðisemi eftir að hún sá skilaboð frá annarri konu í síma hans.

Í skýrslutökunni sagði Daniel að rifrildið hefði stigmagnast og Mumby byrjað að keyra mjög gáleysislega. „Mér er alveg sama hvað gerist – þú færð það sem þú átt skilið,“ á hún að hafa sagt, samkvæmt frásögn lögreglu, áður en hún ók bílnum á tré.

Daniel lést þann 8. október síðastliðinn og er dauðsfallið talið bein afleiðing af umferðarslysinu í febrúar síðastliðnum. Fjölskylda hans berst nú fyrir forsjá stúlkunnar og er beðið eftir niðurstöðu í faðernisprófi.

„Við getum ekki leyft því að barnið alist upp hjá móður sem gæti hafa gert þetta,“ sagði afi Daniels, Michael Gilman, í samtali við CNY Central.

Mumby hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, en í frétt People kemur fram að hún neiti sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því