fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham fer í kvöld í fjórðu umferð deildarbikarsins gegn Newcastle með aðeins 15 leikmenn úr aðalliði tilbúna til leik. Meiðslavandamál liðsins halda áfram að hrannast upp, og nú hefur Archie Gray bæst á meiðslalistann.

Gray, 19 ára miðjumaður sem einnig getur leikið í nokkrum stöðum á vellinum, er sagður vera frá í að minnsta kosti fjórar vikur vegna kálfameiðsla.

Hann fann fyrst fyrir verkjum í 0–0 jafntefli gegn Mónakó í Meistaradeildinni í síðustu viku og lék síðan með óþægindi gegn Everton um helgina. Skanni á mánudag staðfesti meiðslin.

Það er mikið áfall fyrir Gray, sem hafði vonast til að fá sjaldgæft tækifæri í byrjunarliðinu hjá Thomas Frank í leiknum í kvöld. Með fjarveru hans er fjöldi meiddra leikmanna í liði Tottenham orðinn tíu.

Fyrirliðinn Cristian Romero er enn að jafna sig eftir vöðvameiðsli, og dýrasti leikmaður félagsins, Dominic Solanke, hefur lítið spilað á tímabilinu vegna ökklavandamála. Þá hefur bakvörðurinn Destiny Udogie misst af síðustu þremur leikjum vegna hnémeiðsla.

Þrátt fyrir meiðslin ætlar Thomas Frank að stilla upp samkeppnishæfu liði þegar Tottenham reynir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum deildarbikarsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Í gær

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann