
Luciano Spalletti verður nýr knattspyrnustjóri Juventus og tekur þar með við af Igor Tudor, sem var rekinn á dögunum.
Spalletti skrifar undir samning út þessa leiktíð, með möguleika á framlengingu ef liðið tryggir sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
Verið er að fara yfir formleg skjöl áður en Spalletti skrifar undir samninginn.
Spalletti er afar reynslumikill og stýrði hann síðast ítalska landsliðinu. Hefur hann einnig stýrt stórliðum eins og Inter, Napoli og Roma.