fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lamine Yamal, unga stórstjarnan hjá Barcelona, er sagður vera á leið að kaupa glæsilegt heimili sem áður var í eigu fyrrum varnarmanns liðsins, Gerard Piqué, og söngkonunnar Shakiru.

Samkvæmt spænska miðlinum El País hyggst 18 ára gamli leikmaðurinn kaupa húsið sem parið setti á sölu fyrir þremur árum eftir sambandsslit parsins.

Húsið, sem byggt var árið 2012, var upphaflega á söluskrá fyrir 12 milljónir punda, en verðmiðinn er nú kominn niður í um 9,5 milljónir punda eftir að eitt af þremur húsunum á lóðinni var selt.

Lóðin er um 3.800 fermetrar og samanstendur af aðalhúsi og tveimur minni byggingum. Í aðalhúsinu er meðal annars tennisvöllur, sundlaugar bæði úti og inni, ásamt hljóðveri sem Shakira notaði áður til upptöku á tónlist sinni.

Yamal, sem þénar um 325 þúsund pund á viku hjá Barcelona, hefur þegar keypt íbúðir fyrir foreldra sína og ömmu á síðustu mánuðum.

Nú virðist hann tilbúinn að fjárfesta í sinni eigin höll og er sagður ætla að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á eigninni.

Yamal hefur á unga aldri orðið lykilmaður í liði Barcelona og er einn besti leikmaður heims í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Í gær

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann