fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

433
Miðvikudaginn 29. október 2025 10:30

Óskar Smári sagði upp sem þjálfari liðsins í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Haraldsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fram hefur sagt starfi sínu lausu en það hefur allt ráðið gert og þjálfari liðsins einnig.

Þorgrímur segir metnaðarleysi stjórnar knattspyrnudeildar fyrir kvennafótboltanum vera þannig að fólkið vilji ekki starfa þar lengur.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari liðsins sagði starfi sínu lausu í gær en nú hefur allt ráðið í kringum kvennafótboltann labbað út. Fram hélt sæti sínu í Bestu deild kvenna í sumar.

„Ég hef haft þetta verkefni algjörlega á heilanum og gefið meira af mér í þetta en líklega er skynsamlegt eða hollt. En á móti hefur þetta gefið mér gríðarlega mikið. Ég hef kynnst stórum hópi af frábæru fólki. Þjálfurum, leikmönnum, sjálfboðaliðum og starfsfólki og mér þykir mjög vænt um það allt. Ég hef sömuleiðis lært mjög mikið og tel mig almennt vera mun hæfari í flestöllu tengdu þessu en ég var í upphafi,“ segir Þorgrímur í færslu á FAcebook.

„En nú er komið að leiðarlokum í þessu hlutverki hjá mér,“ segir hann.

Hann segir metnað knattspyrnudeildar ekki mikinn fyrir knattspyrnu kvenna og því hafi hann látið af störfum og sama sé að segja um aðra.

„Ég vil síður eyða of miklu púðri í það sem er neikvætt en ég get þó sagt það að áhugi minn á verkefninu hafði ekki dofnað neitt og mig langaði ekkert til að hætta. Ég tel hinsvegar viðhorf og metnað stjórnar knattspyrnudeildar Fram gagnvart kvennaliðinu sínu ekki samræmast mínum eigin viðhorfum og metnaði. Þeirri skoðun deili ég með meistaraflokksráði og þjálfara liðsins svo við teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu. Vonandi verður þessi ákvörðun okkar til þess að félagið bæti það sem við teljum vanta upp á og vonandi getur nýtt ráð og þjálfarateymi farið með þetta verkefni enn lengra og hærra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Í gær

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann