fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

433
Miðvikudaginn 29. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Birnir Snær Ingason varð í gær launahæsti leikmaður í sögu fótboltans í Garðabæ þegar hann gerði tveggja ára samning við Stjörnuna. Samningur Birnis er að öllum líkindum sögulegur í íslenskum fótbolta.

Birnir snéri heim úr atvinnumennsku í sumar og samdi við KA í nokkra mánuði, fékk hann vel greitt fyrir störf sín þar.

Birnir er 28 ára gamall en Kristjáni Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar sagði á X síðu sinni að Birnir fengi 2 milljónir króna á mánuði.

Samkvæmt upplýsingum sem 433.is hefur fengið er sú tala þó talsvert hærri þegar allt er tekið með, talað er að um Stjarnan greiði einnig fyrir húsnæði og bíl fyrir Birni auk bónusa nái Stjarnan ákveðnum árangri í deild og Evrópukeppni. Pakkinn sem Birnir fær á mánuði er því vel yfir 2 milljónir á mánuði í Garðabæ.

433.is ræddi við nokkra aðila í gær um málið en fleiri félög höfðu áhuga á að fá Birni í sínar raðir, tvö félög sem könnuðu áhuga Birnis og hans kröfur segjast aldrei hafa heyrt aðrar eins kröfur um launapakka á Íslandi. Ljóst er að Garðbæingar eru stórhuga eftir að hafa nælt sér í Evrópusæti á sunnudag og sækja einn besta leikmann deildarinnar síðustu ár.

Ætla má að heildarpakkinn sem Stjarnan greiðir Birni fyrir árin tvö sé vel yfir 50 milljónir króna þegar öll hlunnindi eru tekin með í reikninginn.

Það er því ansi líklegt að gærdagurinn hafi verið sögulegur í íslenskum fótbolta og að Birnir sé launahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Birnir var besti leikmaður Íslandsmótsins sumarið 2023 en þá lék hann með Víkingi, skömmu síðar hélt hann í atvinnumennsku og var þar í 18 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Í gær

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann