
Samningsviðræður milli Arsenal og Bukayo Saka ganga vel. Má búast við að hann skrifi undir von bráðar.
Hinn 24 ára gamli Saka hefur verið einn allra besti leikmaður Arsenal undanfarin ár og lykilhlekkur í vegferð Mikel Arteta. Hann á þó aðeins um eitt og hálft ár eftir af samningi sínum.
Það mun þó sennilega breytast á næstunni en báðir aðilar eru staðráðnir í að halda samstarfinu áfram. Aðeins er verið að ganga frá smáatriðum er varða laun leikmannsins.
Saka hefur glímt töluvert við meiðsli á leiktíðinni en er með þrjú mörk í tíu leikjum það sem af er.
🚨❤️🤍 Arsenal are progressing well in talks with Bukayo Saka and his camp over new contract.
Salary details being discussed but all parties involved aligned and convinced to move forward together.
Talks were already underway before the summer window, proceeding well. 🏴 pic.twitter.com/gXA6yuWkzS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025