
U17 ára landslið karla vann góðan 3-4 sigur gegn Grikklandi í undankeppni EM 2026 í upphafi vikunnar.
Leikurinn var seinni leikur liðsins í fyrri umferð undankeppninnar, en Ísland hafði burstað Georgíu nokkrum dögum áður.
Alexander Máni Guðjónsson skoraði þrennu í leiknum gegn Grikklandi og Bjarki Hrafn Garðarsson skoraði eitt mark.
Liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu umferð undankeppninnar og á því enn möguleika á að komast í lokakeppni EM 2026.
Dregið verður í næsta undanriðil þann 10. desember.