fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádi-Arabía hefur afhjúpað stórhuga áform um að reisa fyrsta „sky stadium“ heimsins eða svonefndan himnavöll, langt fyrir ofan jörðina.

Leikvangurinn, hefur vakið mikla athygli eftir að gervigreindarhönnuð myndbönd af verkefninu birtust á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt hugmyndunum mun völlurinn rísa á toppi háreistra skýjakljúfs og rúma um 46 þúsund áhorfendur í 350 metra hæð yfir jörðu.

Til samanburðar er það um 40 metrum hærra en efsti punktur The Shard í London, hæsta bygging Bretlands.

Verkefnið er hluti af stærri framtíðarsýn Sáda í tengslum við undirbúning fyrir HM í knattspyrnu 2034, sem landið mun hýsa. Í fyrra kynntu yfirvöld 15 hátæknileikvanga sem eiga að verða tilbúnir fyrir mótið.

NEOM Stadium er eitt þeirra verkefna og á að rísa innan hinnar metnaðarfullu borgar The Line, sem á að verða löng, línulaga borg byggð sem risaskýjakljúfur í eyðimörkinni.

Nýjustu myndirnar sýna þó breytingu á hugmyndinni, nú er gert ráð fyrir að völlurinn rísi á hefðbundnari skýjakljúf í staðinn fyrir að vera hluti af The Line. Þetta verður líklega einn mest áberandi og tæknilega flóknasti leikvangur heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur