fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Skandall skekur Tyrkland – 152 dómarar brotið lög og verið að veðja á leiki

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Tyrklands, TFF, hefur tilkynnt að það muni hefja ferli gegn fjölda knattspyrnudómara eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að hundruð þeirra áttu virka veðmálareikninga. Rannsóknin stóð yfir í fimm ár og náði til 571 starfandi dómarans í tyrkneskri knattspyrnu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi, 371 dómarar reyndust eiga veðmálareikninga og af þeim voru 152 virkir þátttakendur í veðmálum. Sumir höfðu aðeins lagt eitt veðál, en 42 þeirra höfðu veðjað á yfir 1.000 knattspyrnuleiki. Einn dómari reyndist hafa lagt 18.227 veðmál í gegnum árin.

Ibrahim Ethem Haciosmanoglu, forseti TFF, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Istanbúl. Hann upplýsti ekki nöfn viðkomandi, en staðfesti að á listanum væru sjö dómarar og fimmtán aðstoðardómarar úr efstu tveimur deildum Tyrklands. Þá eru einnig 36 dómarar og 94 aðstoðardómarar frá deildinni þar fyrir neðan á meðal þeirra sem um ræðir.

„Ef við viljum koma tyrkneskri knattspyrnu þangað sem hún á heima, verðum við að hreinsa upp allt sem óhreint er,“ sagði Haciosmanoglu. Hann staðfesti að málin verði vísað til aganefndar TFF og viðkomandi muni fá viðeigandi refsingu.

Samkvæmt aga­reglum TFF, sem einnig samræmast reglum FIFA og UEFA, er dómurum stranglega bannað að taka þátt í veðmálum tengdum íþróttum. Þeir geta átt yfir höfði sér allt að árs langt bann innanlands og samkvæmt siðareglum FIFA gætu þeir einnig fengið allt að þriggja ára bann og sekt upp á 100.000 svissneska franka.

Tyrknesk stórfélög hafa brugðist við. Besiktas kallaði niðurstöðurnar tækifæri til að endurreisa heilbrigða knattspyrnu, á meðan Trabzonspor talaði um sögulegt tækifæri til réttlætis. Formaður Fenerbahce sagði málið jafnt bæði áfall og vonarglampa.

Á meðan rannsóknum er haldið áfram verða leikir samt spilaðir samkvæmt dagskrá en traust á dómurum í Tyrklandi hefur sjaldan verið minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur