fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. október 2025 09:00

Fyrsta plata Paradísu kemur út þann 8. nóvember næstkomandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Paradísu (Dísu Dungal) snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði árið 2022. Það hafði gríðarleg áhrif á hana, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg en Paradísu fannst fótunum kippt undan henni. Hún gat ekki lengur sinnt starfi sínu né stundað áhugamál sín, hún var týnd þar til hún fann nýjan tilgang; að semja tónlist. Hún tók upp listamannanafnið Paradísa og hefur gefið út þrjú lög og er plata væntanleg þann 8. nóvember næstkomandi.

Hún er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

„Ég hef alltaf haft gaman af tónlist, en þetta áhugamál hvarf svolítið inn í skuggann þegar ég varð eldri,“ segir hún og segir frá því þegar áhuginn fyrst kviknaði, þegar hún fékk gítar í gjöf frá pabba sínum þegar hún var níu ára gömul.

„Ég átti smá erfiða æsku þegar ég var yngri og ég lenti í því að vera þunglynd og mér var strítt og ég var skilin útundan og svona . Þá var ég bara heima inni hjá mér að spila á gítar. Þannig að ég varð rosalega klár á hann af því þetta var bara það sem ég bara… ég sökkti mér í þetta,“ segir hún.

Með aldrinum tóku önnur áhugamál yfir en það var alltaf lítil rödd sem hvíslaði að henni að hún ætti að taka upp þráðinn. Það var ekki fyrr en hún lá inni á sjúkrahúsi að jafna sig eftir aðgerð eftir að hafa hryggbrotnað þegar hún endurvakti gamla áhugamálið. Hún byrjaði að fikta með litla DJ-græju og náði fljótt tökum á því.

Hún byrjaði að gigga á skemmtistöðum í miðbænum, sem hún gerir enn nokkrum sinnum í mánuði en hún hefur ekki aðeins verið að njóta velgengni á Íslandi. Í þættinum segir hún frá því hvernig hún endaði á rauða dreglinum á stórum tískuviðburði í Indlandi þar sem hún var einnig ráðin sem plötusnúður fyrir aðalkvöldið.

„Ég gat eiginlega ekki sagt nei við þessu,“ segir hún og bætir við að upplifunin hafi verið draumkennd. „Ég var fengin í eitthvað viðtal, gekk niður rauða dregilinn og það var fullt af ljósmyndurum. Þetta var ótrúlega skemmtilegt.“

Paradísa byrjaði að semja eigin tónlist eftir að hafa keppt í sinni síðustu fegurðarsamkeppni áður en hún setti skóna á hilluna. Paradísa nældi sér í kórónu og annað sæti í Miss Cosmo World í Malasíu í lok árs 2024. Þegar hún kom heim byrjaði hún að semja og hefur gefið út þrjú lög: LEAVES, PASSIONATE og ICON. Platan STARGAZER er væntanleg 8. nóvember næstkomandi og verður útgáfupartý þann 15. nóvember á skemmtistaðnum Útópía við Austurstræti.

„Ég var búin að ákveða að eftir þessa keppni væri ég hætt í fegurðarsamkeppnum og vildi gera eitthvað annað,“ segir hún.

„Ég ætlaði fyrst bara að gera einhver nokkur lög. En hálfu ári seinna var ég búin að klára heila plötu, með níu lögum sem eru hybrid af afrohouse, latin dance house og EDM.“

Þetta er tónlistarstefna sem Paradísa sjálf hlustar mikið á en hún segist meðvituð að þetta sé alveg nýtt fyrir Íslendinga.

„Það er pínu ógnvekjandi, ég er smá hrædd við að gefa þetta út hérna á Íslandi því að ef eyrun eru ekki vön þessu þá er þetta pínu… en ég hef góða trú á þessu. Þetta er alvöru dans- og partýtónlist. Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi,“ segir hún.

Paradísa ræðir nánar um slysið og tónlistina í þættinum sem má hlusta á hér. Hún ræðir einnig um þátttöku sína í fegurðarsamkeppnum, en hún segist bæði hafa góða og slæma reynslu af slíkum keppnum. Hún segist hafa séð og upplifað alls konar óviðeigandi hegðun gagnvart saklausum ungum keppendum.

Fylgdu Paradísu á Instagram og hlustaðu á lögin hennar á Spotify og YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna