fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. október 2025 12:11

Hermann Hreiðarsson. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson færist nær því að taka við sem þjálfari karlaliðs Vals, samkvæmt Fótbolti.net.

Viðræður við Hermann eru sagðar hafa gengið vel í vikunni og virðist sem svo að það gangi upp að semja við knattspyrnugoðsögnina.

Hermann stýrði HK í úrslitaleik umspils um sæti í efstu deild í haust, þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Hann virðist þó á leið í Bestu deildina.

Fótbolti.net segir að Chris Brazell, fyrrum þjálfari karlaliðs Gróttu og nú afreksþjálfari hjá Val, verði aðstoðarmaður hans.

Srdjan Tufegdzic, Túfa, er í dag þjálfari Vals en verður hann líklega ekki áfram í starfi, þrátt fyrir að hafa skilað liðinu í 2. sæti deildarinnar og verið í toppbaráttu lengi vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur