fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Fáum loksins að vita hver staðan sé á sambandi Kris Jenner og Caitlyn Jenner

Fókus
Fimmtudaginn 23. október 2025 12:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þáttur af sjöundu þáttaröð af The Kardashians fór í loftið á Hulu í nótt.

Í þættinum opnar Kris Jenner, móðir og umboðsmaður Kardashian-Jenner klansins, um samband hennar og Caitlyn Jenner.

Þær voru giftar í 23 ár áður en Caitlyn gekkst undir kynleiðréttingaferli. Fyrir átti Kris; Kim, Kourtney, Khloé og Rob með fyrrverandi eiginmanni sínum Robert Kardashian. Caitlyn átti Burt, Cassöndru, Brandon og Brody og eignuðust þær saman Kendall og Kylie Jenner.

Í október 2023 sagði Caitlyn að hún og Kris tali ekki saman.

„Það er sorglegt. Ef það eru einhver samskipti okkar á milli þá fara þau í gegnum umboðsmann minn,“ sagði hún.

En nú eru liðin tvö ár og eru margir áhugasamir að vita hvernig staðan er á sambandi fyrrverandi hjónanna. Það vakti því mikla athygli þegar Caitlyn kom á skjáinn en hún hefur ekki sést í þáttunum í nokkur ár.

Kris var að selja húsið og var öll fjölskyldan samankomin til að kveðja það. Hún bauð líka Caitlyn.

„Ég gat ekki kvatt þetta hús með allri fjölskyldunni án þess að bjóða manneskjunni sem bjó til allar þessar minningar með okkur í mörg ár,“ sagði hún.

„Ég veit ekki hvort foreldrar mínir verði einhvern tíma aftur bestu vinir, en þetta er skref í rétta átt,“ sagði Kylie um málið.

„Ég held að mömmu finnst erfitt að bjóða pabba mínum í fjölskylduboð. En pabba mínum ætti að vera boðið,“ segir Kendall í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“