fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Pressan
Fimmtudaginn 23. október 2025 11:30

Brigitte Bardot árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska leikkonan og fyrrum kynbomban Brigitte Bardot sá sig tilneydda til að skrifa færslu á X og hrekja sögusagnir um að hún væri látin.

Samkvæmt The Daily Mail kemur tilkynning Bardot eftir að Aqababe, 27 ára, sem í raun heitir Aniss Zitouni, sagði í færslu (sem síðar var eytt) að Bardot væri látin.

Bardot svaraði í færslu á frönsku á X, miðvikudaginn 22. október: „Ég veit ekki hver fávitinn er sem byrjaði þessar „falsfréttir“ um andlát mitt en ég veit að mér líður vel og ég hef engar áætlanir um að deyja strax.“

Yfirlýsing Bardot kemur næstum viku eftir að franska dagblaðið Var-Matin greindi frá því að leikkonan, 91 árs, hefði verið lögð inn á sjúkrahús í Toulon í Frakklandi í næstum þrjár vikur.

Fréttamiðillinn greindi frá því að Aqababe hefði sagt í færslu sinni að þau hefðu „einkaupplýsingar“ um meint andlát Bardot.

„Kista hennar var pöntuð í Saint-Paul-de-Jarrat í sýslunni 09 (Ariège). Goðsögn er látin og skilur eftir sig ógleymanlega arfleifð og eilíf spor í hjörtum Frakka,“ stóð í færslunni.

Þrátt fyrir svar Bardot við andlátssögusögninni stendur Aqababe við upprunalega yfirlýsingu sína og heldur því fram að það sé ekki Bardot sjálf sem er á bak við aðgang hennar á X.

„Ég eyddi einkatístinu mínu um andlát Brigitte Bardot. Það er ekki hún sem stjórnar Twitter-síðu hennar, þið munið sjá það þegar AFP tilkynnir formlega andlátið,“ segir í færslu Aqababe á frönsku á X.

Bardot árið 1980.

Miðillinn Var-Martin greindi frá því 16. október að Bardot hefði gengist undir aðgerð á einkareknu sjúkrahúsi „sem hluta af alvarlegum veikindum“. Föstudaginn 17. október greindi fulltrúi Bardot í yfirlýsingu til frönsku fréttastofunnar AFP að minniháttar aðgerð Bardot hefði gengið vel.

Bardot þakkaði starfsfólki og skurðlækningateymi á einkasjúkrahúsinu Saint-Jean í Toulon í yfirlýsingunni og sagði að hún væri að hvíla sig heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál