fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Lammens hrósar Amorim fyrir þetta – „Þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörður Manchester United, Senne Lammens, hefur hrósað þjálfara liðsins, Rúben Amorim, fyrir að hafa varið leikmennina fyrir þeirri miklu pressu sem fylgt hefur erfiðri byrjun á tímabilinu.

United vann á sunnudag sinn fyrsta sigur á Anfield í nærri áratug og tryggði sér jafnframt tvo deildarsigra í röð í fyrsta sinn síðan í maí 2024.

Amorim varð fyrir mikilli gagnrýni eftir erfiða byrjun á tímabilinu, þar sem liðið tapaði þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni og féll á niðurlægjandi úr deildarbikarnum gegn Grimsby Town.

En eftir glæsilegan sigur á erkifjendunum frá Liverpool hefur trúin mætt aftur innan herbúða United. Lammens, sem gekk í raðir félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans og hefur verið í byrjunarliði í síðustu tveimur sigrum, segir að Amorim hafi sýnt styrk með því að draga pressuna frá leikmönnum.

„Fyrir mig er hann alltaf sá sami,“ sagði Lammens. „Ég hef ekki verið hér lengi, en þú finnur að hann tekur alla pressuna á sig sjálfur. Hann reynir að halda henni frá hópnum, og það er það sem frábærir þjálfarar gera.“

Hinn 22 ára gamli markvörður bætti við að hann reyni að halda sér fjarri umræðunni utan vallar: „Ég reyni mitt besta til að útiloka hávaðann. Mér finnst ég standa mig ágætlega í því , að láta það sem gerist fyrir utan völlinn ekki trufla mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn