fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri

Fókus
Miðvikudaginn 15. október 2025 08:30

Ben Stiller og Elle Olivia Stiller. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ben Stiller segist ennþá sjá eftir því að hafa klippt dóttur sína út úr kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Hann segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri.

Myndin kom út árið 2013, dóttir hans, Elle Olivia, var þá 11 ára.

Stiller opnar sig um málið í heimildarmynd um foreldra hans, Jerry Stiller og Anne Meare – Stiller & Meara: Nothing Is Lost.

Hann segist hafa erft fullkomnunaráráttu föður síns og þess vegna tekið þessa ákvörðun. Hann sagði við dóttur sína: „Þetta er örugglega versta ákvörðun sem ég hef tekið í lífi mínu.“

„Fyrir mig þá snýst þetta um mín eigin vandamál og þráhyggju varðandi störf mín, að allt sé „fullkomið.““

Stiller á Ellu og soninn Quinlin Dempsey Stiller með eiginkonu sinni og leikkonunni Christine Taylor.

Aðspurður hvort hann tengdi við upplifun Ellu sagði Quinlin: „Þú ert að reyna að sinna mörgum hlutverkum á sama tíma. Vera leikstjóri, leikari, framleiðandi, höfundur og faðir, og stundum kom föðurhlutverkið í síðasta sæti á eftir öllu hinu.“

Ben Stiller sagðist einnig sjá eftir því að hafa verið svona utan við sig og hugsað mikið um vinnuna þegar hann var með börnunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi