Markaðsstjórinn og áhrifavaldurinn Viktoría Rós Jóhannsdóttir fékk morðhótun senda heim til sín eftir að hún birti myndband á TikTok þar sem hún ræddi um deitmenningu á Íslandi og hegðun íslenskra karlmanna.
Viktoría er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þú getur einnig lesið textabrot úr þættinum hér að neðan.
Í umræddu myndbandi var Viktoría að tala um deitmenninguna á Íslandi.
@viktoria.johannsÉg veit hvað ég vil og ef þú veist ekki hvað þú vilt í lífinu þá máttu plis láta mig í friði ❤️♬ original sound – Viktoría
„Á það TikTok fékk ég komment frá manni sem að ég veit náttúrulega ekkert hver er, og hann segir sem sagt við mig að konur hugsa bara um útlit karlmanna.“
Viktoría svaraði manninum í öðru myndbandi sem virtist fara illa í suma.
@viktoria.johanns Replying to @Áki ♬ original sound – Viktoría
Viktoría fékk jákvæð og stuðningsrík skilaboð frá mörgum sem sögðust tengja við þetta, en svo fékk hún líka reið og ljót skilaboð frá karlmönnum sem fannst illa að sér vegið og konum sem vildu koma mökum sínum til varnar. Viktoría tekur það fram að hún var ekki að tala um alla karlmenn, enda eru frábærir karlmenn í hennar lífi sem henni þykir vænt um.
„Væntanlega er ég ekki að tala um alla karlmenn,“ segir hún. En sumir tóku þessu mjög persónulega og gekk einn allt of langt.
„Einn daginn var ég að koma úr sundi með stráknum mínum og ég fattaði að það væri svolítið langt síðan ég tók upp póstinn, þannig ég tæmdi póstkassann og þar var miði þar sem stóð: „Skjóttu þig mella, ég drep þig.““
Það var ekkert frímerki á miðanum, heldur hafði einhver mætt heim til Viktoríu og sett miðann í póstkassann hennar.
Viktoría segir að til að byrja með hafi hún ekki verið hrædd, en eftir að hafa talað við fólkið í kringum sig og hugsað meira um þetta atvik hhafi hún ákveðið að leita til lögreglunnar. Enn þann dag í dag veit hún ekki hver skrifaði skilaboðin og hvort þau tengist myndbandinu, en hún tengir þetta við það.
Viktoría ræðir þetta nánar í þættinum sem má hlusta á hér. Hún opnar sig einnig um áföll í æsku, sjálfsvinnu og margt fleira.