fbpx
Föstudagur 10.október 2025
433Sport

Ótrúleg saga – Fékk skilaboð á hverju kvöldi frá Mourinho sem bað hann um að drulla sér burt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. október 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henrikh Mkhitaryan, fyrrverandi leikmaður Manchester United, opinberar nú í nýrri bók að José Mourinho hafi sent honum skilaboð á hverju kvöldi þar sem hann bað hann um að yfirgefa félagið eftir hatramman árekstur þeirra á æfingasvæðinu hjá United.

Mourinho tók við Manchester United árið 2016 og fékk Mkhitaryan til félagsins frá Borussia Dortmund sama ár. Þrátt fyrir að vinna Evrópudeildina og enda í öðru sæti í deildinni, tókst Portúgalanum ekki að koma félaginu aftur á toppinn.

Í bókinni segir Mkhitaryan frá miklum ágreiningi við Mourinho. „Ég sagði honum að hann hefði gagnrýnt mig í eitt og hálft ár, alveg frá því ég kom,“ skrifar hann.

Mourinho/ GettyImages

„Hann kallaði mig drasl og ég missti mig sagði honum að hann væri draslið.“

Mkhitaryan segir að Mourinho hafi í kjölfarið sagt: „Farðu héðan, ég vil aldrei sjá þig aftur.“

Eftir það þagði Mourinho á æfingum, en sendi honum WhatsApp-skilaboð á hverju kvöldi: „Miki, farðu, vinsamlegast.“

„Ég svaraði alltaf eins: Ég fer ef rétta liðið kemur, annars bíð ég fram á sumar.“

Síðar breyttust skilaboðin: „Miki, farðu svo ég geti fengið Alexis Sanchez.“ Þá var Mino Raiola þegar farinn að vinna að skiptidílnum við Arsenal.

„Ég svaraði: Ég fer ekki bara til að hjálpa þér. Ef þú vilt ræða þetta, hafðu samband við Mino.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið

Vilja leggja blessun sína yfir áfengi á íþróttaviðburðum á Íslandi – Rætt um helgina og vilja þessi viðmið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hallgrímur framlengir við KA – Boða breytingar á leikmannahópnum

Hallgrímur framlengir við KA – Boða breytingar á leikmannahópnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist vera við dauðans dyr eftir að vinnustaður hans lét hann taka verkjalyf

Segist vera við dauðans dyr eftir að vinnustaður hans lét hann taka verkjalyf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enska stórliðið sagt undirbúa annað tilboð

Enska stórliðið sagt undirbúa annað tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opinbera dánarorsök í sorglegu máli – Var ungur fjölskyldufaðir

Opinbera dánarorsök í sorglegu máli – Var ungur fjölskyldufaðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Jafnt í Boganum
433Sport
Í gær

Aron Einar í toppstandi – „Tilbúinn í að leggja mig allan fram eins og maður hefur alltaf gert“

Aron Einar í toppstandi – „Tilbúinn í að leggja mig allan fram eins og maður hefur alltaf gert“
433Sport
Í gær

Norskur læknir með vondar fréttir fyrir Arsenal

Norskur læknir með vondar fréttir fyrir Arsenal