fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Keane nefnir draum sinn ef Amorim verður rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. október 2025 09:00

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane hefur nefnt sinn drauma eftirmann Ruben Amorim, ef Manchester United ákveður að láta hann fara. Amorim er undir sífellt meiri pressu á Old Trafford eftir að hafa unnið einungis 29 prósent af leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fyrstu 11 mánuðina.

Sir Jim Ratcliffe hefur gefið í skyn að hann gæti gefið Amorim allt að þrjú ár til að snúa hlutunum við, en orð fara ekki alltaf saman við raunveruleikann.

Því gæti United verið farið að íhuga næsta stjóra fyrr en Ratcliffe vill viðurkenna og Keane er ekki í nokkrum vafa um hvern hann vill sjá taka við.

„Ég hef sagt þetta í mörg ár, mig langar að sjá Diego Simeone frá Atletico Madrid taka við. Ég myndi elska að sjá hann fara þangað,“ sagði Keane í Stick to Football hlaðvarpinu.

„Ég veit að félagi hans er kominn til Arsenal [Andrea Berta], en hann myndi koma með læti, góð læti. Hann myndi hrista allt upp.

„Engar tryggingar, en ég vil sjá persónuleikann hans og ferilinn. Fólk talar um leikstílinn, þeir skoruðu fimm mörk gegn Real Madrid um síðustu helgi.

„Hann vill ekki að liðin sín fái á sig mörg eða mikið af færum, en þau geta bæði spilað og barist.“

„Á móti Liverpool fyrir nokkrum vikum, liðið þeirra er ekki jafn gott og áður, en þeir höfðu samt baráttuviljann. Hann var á hliðarlínunni, var rekinn upp í stúku, mig langar í svona sterkan karakter.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undirbúa það að reisa styttu af Messi

Undirbúa það að reisa styttu af Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið