fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 09:30

Kristbjörg Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir deilir hvaða setning það var sem fékk hana til að staldra við og hugsa um kröfurnar sem hún setur á sjálfa sig.

Kristbjörg hefur verið gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni síðan 17. júní árið 2017. Þau eiga saman þrjá syni. Fjölskyldan hefur verið búsett í Katar frá árinu 2019.

Kristbjörg deilir reglulega hugleiðingum sínum á samfélagsmiðlum og segir hreinskilið frá því þegar hún er að ganga í gegnum erfið tímabil og hvernig henni líður hverju sinni.

Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

„Kannski tekur þú ekki eftir framförunum þínum því þú ert alltaf að hækka kröfurnar þínar.“ Þetta er setningin sem Kristbjörg las nýverið og hafði mikil áhrif á hana. Hún tengdi við hana, ekki bara varðandi hreyfingu heldur líka vinnu, móðurhlutverkið og lífið.

„Ég er svo metnaðarfull að ég gleymi stundum að stoppa og fagna hversu langt ég er nú þegar komin. Í staðinn hoppa ég strax á næstu áskorun, næsta markmið. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá getur það tekið gleðina í burtu.

Undanfarið hef ég verið svekkt út í mig sjálfa, mér líður eins og ég sé föst á sama stað. En í dag er ég að minna mig á að framfarir eru samt framfarir, þó manni líður ekki eins og allt sé á fullu.“

Kristbjörg er með ráð til þeirra sem eru að glíma við svipaðar tilfinningar.

„Staldraðu við, taktu eftir hversu langt þú ert komin og fagnaðu því. Við þurfum ekki alltaf að ná stóru markmiði til að vera stolt af okkur.“

Sjá einnig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mörgum finnst að ég geti alveg gefið þeim peninga eða að það þurfi ekki að borga til baka. Þannig hef ég tapað vinum.“

„Mörgum finnst að ég geti alveg gefið þeim peninga eða að það þurfi ekki að borga til baka. Þannig hef ég tapað vinum.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd