fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Hjón grétu saman á Íslandi – Aldrei séð eins marga „samfélagsmiðla ferðamenn“ áður

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. september 2025 12:00

Segir samfélagsmiðla ferðamenn vera sálarlausa. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón sem komu saman til Íslands eru hrærð yfir fegurð náttúrunnar en það sem skemmdi fyrir var hinn mikli fjöldi „samfélagsmiðla ferðamanna.“ Aldrei höfðu þau áður séð slíkan fjölda dónalegra og tilætlunarsamra ferðamanna sem vildu bara ná af sér ljósmyndum fyrir samfélagsmiðla.

„Ég var á Íslandi í síðustu viku og þetta var svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. „Við elskuðum náttúruna, hinar miklu víðáttur, hinar löngu keyrslur, sveitina… í einni af síðustu ferðunum okkar var ég svo hrærður að ég bókstaflega grét. Mér til varnar þá var það eiginkona mín sem byrjaði.“

„Samfélagsmiðla ferðamenn“

En það var ekki allt saman gott og blessað. Aðrir ferðamenn skemmdu fyrir. Sérstaklega mikill fjöldi dónalegra ferðamanna sem hugsa aðeins um að ná af sér myndum fyrir Instagram og TikTok. Þett hafi bæði gert hann sorgmæddan og pirraðan.

„Ég hef aldrei séð jafn mikinn fjölda „samfélagsmiðla ferðamanna“ eins og hér,“ segir hann. „Ég veit að allir eiga rétt á að verja fríinu sínu eins og þeir vilja en þetta er svo innantómt og sálarlaust. Svo margir „wannabe áhrifavaldar“ sem klifra fossa í nýjum hvítum strigaskóm og setja sig í fáránlegar stellingar til að fá athygli, takandi ljósmyndir og þykjast hugsa og horfa út í náttúruna. Að leita eftir tilgangi?“

Fylgja ekki reglum

Þó var einn hópur sem angraði hann sérstaklega mikið. Það er ferðamenn sem fylgja ekki reglunum.

„Þeir sem komu til að fljúga drónum á stöðum þar sem það er bannað angruðu mig sérstaklega mikið. Og þeir sem fylgdu ekki öryggisreglum heldur klifruðu yfir girðingar til þess að ná flottum myndum alveg við fossa með Apple Airpods á sér,“ segir hann og hristir hausinn.

Segist hann líklega munu koma aftur til Íslands og skoða landið nánar. En þá á þeim tíma ársins þegar það er hér færra fólk.

Sjá heiminn í gegnum myndavél

Taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna. Meðal annars Íslendingar.

„Hvernig heldur þú að það sé að vera heimamaður hér? En það venst. Það koma hingað tvær týpur af ferðamönnum. Fólk sem vill sjá heiminn og fólk sem vill að símarnir þeirra sjái heiminn,“ segir einn.

Sjá einnig:

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Það séu misjafnir sauðir í mörgu fé en ástæðan fyrir því að þetta sé svona áberandi á Íslandi sé að ferðamenn séu svo margir miðað við fjölda landsmanna.

„Njóttu landslagsins og haltu áfram. Lífið er of stutt til að láta fábjána angra sig,“ segir hann að lokum.

TikTokkarar á flugvélarflaki

„Fyrir um viku síðan var fimm manna hópur af TikTokkurum að skiptast á að taka myndir af sér ofan á flugvélarflaki með dróna,“ segir annar. Hafi þeir verið þarna í að minnsta kosti klukkutíma að athafna sig við þessa iðju. En bannað er að ganga á flakinu.

„Einn ljósmyndari sem vildi ná flottri mynd af flakinu varð mjög pirraður af því að fólkið hunsaði hann þegar hann bað um að fá að taka mynd af því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessum manni

Lögreglan leitar að þessum manni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talibanar sleppa eldri breskum hjónum – Eiginmaðurinn var hlekkjaður og barinn

Talibanar sleppa eldri breskum hjónum – Eiginmaðurinn var hlekkjaður og barinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“