fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. september 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Örn Hauksson segir það hafa orðið dýrt spaug fyrir Halldór Holt að kalla sig veiðiþjóf. Sumarið 2024 var Halldór sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir meiðyrði í garð Ívars. Dómurinn hefur aldrei verið birtur en DV hefur hann nú undir höndum. Í dómsorði segir að eftirfarandi ummæli Halldórs á Facebook-síðu hans, um Ívar, séu dæmd dauð og ómerk:

„IWF liðinn Ívar Örn Hauksson að koma sterkur inn fyrir málstaðinn nú með veiðiþjófnaði“

(IWF vísar til sjóðsins Iceland Wildlife Fund sem Ívar segist aldrei hafa tengst með neinum hætti).

Var Halldór dæmdur til að greiða greiða Ívari 500 þúsund krónur í miskabætur og 400 þúsund krónur í málskostnað.

Í Facebook-færslu sem Ívar birti í vikunni kemur fram að hvorki hafi gengið né rekið að fá bæturnar greiddar allt þar til hann fór fram á fjárnámi í búi Halldórs. Orðrétt segir Ívar:

„Þetta var þá eftir allt ansi dýrt spaug fyrir Halldor Holt að bendla mig við veiðiþjófnað og kalla mig veiðiþjóf. En sannleikurinn er sá að ég hef aldrei á ævi minni lagst svo lágt að stunda veiðiþjófnað enda er ég prinsipp maður. BB á Ísafirði á sinn hlut í þessu með nöturlega lélegum og beinlínis röngum fréttaflutningi!!

Dómur hefur verið kveðinn upp í málinu sem ég höfðaði sjálfur og stefndi Halldóri fyrir héraðsdóm Norðurlands eystra til greiðslu miskabóta.

Fjárnám vegna kröfunnar hefði átt að fara fram í dag, 15. september. En stefndi í málinu viðurkenndi ósigur sinn og hefur greitt miskabæturnar að fullu, þó að veittum smávegis afslætti.

Já börnin góð, það getur verið dýrt að bendla strangheiðarlegt fólk við refsiverðan verknað!

Nú mun ég gera vel við konuna mína og mig.

Trúðurinn borgar!“

Veiðarnar löglegar og hann ekki tekið þátt í þeim

Málið má rekja aftur til fréttar bb.is frá 31. október árið 2023. Fréttin byggði á myndbandi sem Ívar tók sjálfur af hópi manna að drepa eldisfisk sem hafði sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins Artic Fish í Patreksfirði. Hitti Ívar hópinn við Sunndalsá í Trostansfirði og myndaði veiðarnar.

Í frétt bb.is var því haldið fram að veiðarnar hefðu verið leyfislausar og í óþökk landeigenda, einnig var því haldið fram að Ívar væri einn veiðimannanna. Hið rétta er, samkvæmt Ívari, að leyfi fékkst hjá tveimur af þremur landeigendum og að Ívar var ekki einn af veiðimönnunum.

Sama dag og umrædd frétt birtist birti Halldór ummæli sín um atvikið í opinni færslu á Facebook-síðu sinni. Skömmu síðar fékk hann bréf frá lögmanni Ívars um að draga ummæli sín til baka og greiða Ívari 500 þúsund krónur í miskabætur. Halldór varð ekki við því.

Ívar segir hann oft hafa áreitt sig með ógeðfelldum ummælum á samfélagsmiðlum. Hann hafi til dæmis kallað sig undanvilling og sent sér einkaskilaboð þar sem hann sakaði Ívar um að hafa hótað að skjóta og taka af lífi heila fjölskyldu. Segist Ívar hafa lokað á Halldór á öllum samfélagsmiðlum en það hafi ekki dugað til. Áreitið hafi haldið áfram. Kærði Ívar hann til lögreglu vegna umsáturseineltis á opinberum vettvangi.

Hefur greinst með krabbamein

Halldór mætti ekki við réttarhöldin og mótmælti ekki málatilbúnaði Ívars. Var hann dæmdur til að greiða Ívari, sem fyrr segir, 500 þúsund krónur í miskabætur og 400 þúsund krónur í málskostnað.

Sem fyrr segir gekk illa að innheimta kröfuna og tókst það ekki fyrr en komið var að fjárnámi hjá Halldóri.

Ívar segir í samtali við DV að erfitt hafi verið að standa í þessari glímu meðfram baráttu sinni við krabbamein. Greindist hann með krabbamein fyrir nokkru síðan og er að hefja lyfjameðferð fljótlega.

Hann segir fleiri en Halldór hafa kallað sig veiðiþjóf. Erfitt sé að sitja undir slíku en hann er sáttur með þessi málalok. „Rétt skal vera rétt,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af
Fréttir
Í gær

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Í gær

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross