Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á von á barni með norskri barnsmóður sinni. Þetta herma heimildir DV. Er þetta annað barn parsins.
Mun vera langt um liðið síðan ráðherra í ríkisstjórn eignaðist barn á meðan hann sat í embætti.
Eyjólfur hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021. Hann er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann varð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 21. desember 2024 en á þessu ári var heiti ráðuneytisins breytt í innviðaráðuneytið.
Ekki náðist í Eyjólf við vinnslu fréttarinnar.
Vísir greinir frá því að hin norska barnsmóðir ráðherra heiti Suzanne og búi í Osló í Noregi. Eyjólfur sé duglegur að ferðast milli Íslands og Noregs til að vera með fjölskyldu sinni.
Vildi Eyjólfur ekki tjá sig við fréttastofu Vísis um persónulega hagi sína.