fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Valdimar Örn ósáttur við utanvegaakstur – „Kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 14:30

Valdimar Örn Flygenring Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Örn Flygenring, leiðsögumaður og leikari, er ósáttur við utanvegaakstur. Í myndskeiði, sem hann tók á syðra Fjallabaki, sjást ljót hjólför í jarðveginum.

„Hér hefur einhver snillingurinn bara ekið svona eins og leið liggur og bara hér áfram, aðeins verið að leika sér. Og tekið bara hring hérna, svona skemmtilega,” segir Valdimar Örn meðan hann gengur eftir hjólförunum.

„Það er kannski kominn tími til að við lokum þessum vegum fyrir öðrum en fólki með einhvers konar réttindi og ábyrgð? Ég er því miður alvarlega farinn að hugsa það.”

Margir taka undir í athugasemdum við myndskeiðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir athæfið óboðlegt.

„Það eiga að vera þyngri viðurlög við utanvegaakstri. Ökutæki gert upptækt er ágætis byrjun,” segir Þór Saari hagfræðingur og fyrrum þingmaður.

Árni Tryggvason leiðsögumaður segist hafa verið að Syðra-Fjallabaki sama dag þegar verið var að smala: „Þar var frjálslega ekið á byggybílum í leit að fé. Nú er sá árstími sem bændur aka utanvega vegna smalamennsku. Þá heimild þarf að afnema, já og líka afnema heimild til beitar á vel flestum afréttum nema þeim sem eru vel grónir utan gosbeltisins.”

„Síðasta fíflið er ekki fætt……. sorglegt að sjá svona,” segir lottómeistarinn Vignir Freyr Andersen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri