fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Gunnar svarar fyrir slaufunina á Begga – „Okkur fannst ekki stætt á þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar fyrstu samskipti áttu sér stað þá mundi ég ekki eftir þessu. Maður man ekki endilega allt,“ segir Gunnar Hansson, dagskrárgerðarmaður á RÚV, er DV bar undir hann grein Bergvins Oddssonar í Morgunablaðinu í dag. Segist Gunnar ekki hafa áttað sig á því að Bergvin Oddsson hefði hlotið dóm fyrir kynferðisbrot þegar honum var boðið að koma í viðtal í þætti Gunnars og Guðrúnar Gunnarsdóttur á Rás 1.

Sjá einnig: Bergvin segist útilokaður af RÚV vegna dóms um kynferðislega áreitni

Bergvin segir þá frá því að umsjónarmenn þáttanna Mannlegi þátturinn og Sumarmál á Rás 1, þau Gunnar Hansson og Guðrún Gunnarsdóttir, hafi boðið honum í viðtal til að ræða ferðalag hans og 16 ára sonar hans um 30 lönd á átta vikum. Bergvin hafði áhuga á að þiggja boðið en var síðan tjáð að áhugi dagskrárgerðarfólksins væri horfinn vegna þess að hann hefur hlotið dóm fyrir kynferðisbrot.

Ítarlega var greint frá brotum Bergvins, sem oftast er kallaður Beggi eða Beggi blindi, í fjölmiðlum fyrr á árinu, og í fyrra, en hann var sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot, sem varða kynferðislega áreitni, og hlaut skilorðsbundinn dóm, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða þremur stúlkum sem hann braut á miskabætur.

Sjá einnig: Dómur yfir Begga blinda fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum staðfestur – „Mig hefur kannski langað í eitthvað kynlíf“

Bergvin gagnrýnir RÚV fyrir þessa ákvörðun og segir að hlutverk RÚV eigi ekki að vera að útlioka fólk sem hefur gert mistök frá samfélagsumræðunni.

RÚV þurfi að huga að þolendum

Gunnar Hansson segir hins vegar í samtali við DV að ekki hafi komið til greina að bjóða Begga í þáttinn þegar stjórnendur þáttarins áttuðu sig á brotum hans:

„Okkur fannst ekki stætt á þessu þar sem þetta var hreinlega dómur og ekki bara eitt heldur fleiri mál,“ segir hann. Gunnar nefnir að Beggi leggi áherslu á að ríkisfjölmiðill geti ekki leyft sér að útiloka fólk með þessum hætti en einmitt vegna þess að RÚV er ríkisfjölmiðill þurfi að gæta að þolendum þegar svona tilvik koma upp: „Einmitt af því þetta er ríkisfjölmiðill þá er akkúrat líka ströng krafa á okkur, við þurfum líka að hugsa um þolendurna og einmitt þess vegna fannst okkur ekki stætt á þessu.“

DV spurði Gunnar hvort það skipti máli að brotin eru fremur nýleg, framin árið 2022, og segir hann svo vissulega vera. „Ég veit samt ekki hvort það hefði breytt einhverju í þessu tilviki,“ segir hann, þ.e. þó að brotin hefðu verið eldri.

Aðspurður segir Gunnar að þau hafi borið þetta undir sinn yfirmann. DV spurði hann hvort RÚV hefði einhver sérstök viðmið varðandi orðspor viðmælenda og svaraði hann því til að hvert mál væri metið fyrir sig. Hann var þá spurður hvort skipti máli máli hvers eðlis brotið sé, hvort sama niðurstaða hefði orðið ef Beggi hefði til dæmis gerst sekur um fjársvik en ekki kynferðisbrot.

„Ég vil ekki kommenta á það því ég vil ekki fabúlera um þetta. Ég veit bara að þetta mál var rætt og þetta var niðurstaðan.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum