fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fókus

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Fókus
Miðvikudaginn 10. september 2025 07:15

Tori Spelling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánaðartekjur Tori Spelling komu fram í málsskjölum fyrir dómi vegna skilnaðar hennar við Dean McDermott.

Í tekju- og kostnaðarskýrslu sem lögð var fram 5. september í héraðsdómi Los Angeles, sem Page Six greinir frá, hélt McDermott því fram að mánaðartekjur Spelling væru á bilinu 3.000 til 75.000 dalir, „fer eftir starfi“. Eru það rúmar 367 þúsund krónur til 9.150.000 krónur.

Þegar kom að eigin tekjum hélt McDermott því fram að hann þéni 3.800 dali á mánuði (tæpar 464 þúsund krónur) og benti hann á að fjárhagsstaða hans hefði breyst verulega á síðasta ári „vegna verkfalla SAG/AFTRA og breytinga í greininni“.

„Leiklistar- og framleiðsluvinna mín hefur minnkað verulega,“ sagði hann og sagði einnig að kærastan hans, Lily Calo, þéni 600 dali á mánuði (um 75 þúsund krónur).

McDermott og Calo

Samkvæmt skjölunum eru meðalmánaðarleg útgjöld McDermott 3.980 dalir, sem er umfram mánaðartekjur hans.

Skjölin leiddu einnig í ljós að McDermott á útistandandi lán hjá City National Bank upp á 200.000 dali sem er komið á gjalddaga, og kreditkortaskuldir upp á 2.500 dali hjá Capital One og 12.000 dali hjá Care Credit sem einnig eru komnir á gjalddaga. Að auki skuldar hann  1.200 dali vegna tannlæknaþjónustu sem hann lét framkvæma.

McDermott, 58 ára, og Spelling, 52 ára, tilkynntu skilnað sinn í júní 2023 eftir 17 ára hjónaband. Hún sótti formlega um skilnað níu mánuðum síðar. Þau eiga fimm börn: soninn Liam, 18 ára, dótturina Stellu, 17 ára, dótturina Hattie og soninn Finn, sem eru 13 ára, og soninn Beau, átta ára. McDermott á soninn Jack, 26 ára, frá fyrra sambandi.

Í apríl afhjúpaði Spelling af hverju hún ákvað að sækja um skilnað.

Hún sagði að dóttir hennar, Hattie, hefði spurt hana: „Hefurðu einhvern tímann hugsað hvernig það væri að vera með einhverjum öðrum en ekki pabba og að það sé komið vel fram við þig?“ „Það kom að því að það var verra fyrir krakkana að sjá okkur saman,“ sagði Spelling. „Við gátum ekki lengur falið það sem var að gerast, rifrildin.“

Spelling og Cramer.

Spelling og McDermott eru bæði komin með nýjan maka á arminn. McDermott og Calo greindu opinberlega frá sambandi sínu ímaí 2024. Spelling endurvakti ástarsamband sitt við Ryan Cramer, forstjóra Neuron Syndicate.

„Hún er mjög hamingjusöm og finnst eins og líf hennar sé að þróast í góða átt,“ sagði heimildarmaður við US Weekly í apríl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn

Rick Davies söngvari Supertramp er látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“

Lífið kastaði Steffý og Ronna í djúpu laugina – „Við vorum bara búin að vera saman í níu mánuði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“

Ferðalag úr sársauka í styrk – „Það er hægt að finna gleði í lífinu þrátt fyrir erfiðleika“