fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Frönskum spítölum sagt að búa sig undir stríð – Ótti vegna heræfinga Rússa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. september 2025 21:30

Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim fyrirmælum hefur verið beint til spítala í Frakklandi að gera ráðstafanir vegna yfirvofandi stríðsátaka í Evrópu og þýski herinn segist vera í viðbragðsstöðu vegna heræfinga Rússa.

Daily Mail greinir frá þessu. Franska heilbrigðisráðuneytið hefur beint því til heilbrigðisstofnana landsins að vera undirbúin undir meiriháttar hernaðarátök fyrir mars næstkomandi.

Þessi fyrirmæli munu hafa verið sett fram í því skyni að undirbúa það að Frakkland geti tekið við miklum fjölda særðra hermanna frá öðrum Evrópuríkjum en einnig frönskum hermönnum.

Lögð er áhersla á það í fyrirmælunum að þetta verði að gerast samhliða því að veita almenningi sem besta þjónustu.

Áður hafði Carsten Breuer æðsti hershöfðingi þýska hersins lýst því yfir að herinn yrði í viðbragðsstöðu vegna heræfinga Rússa í Belarúss sem búist er við að fari fram innan nokkurra vikna. Breuer segist ekki eiga von á að Rússar ráðist með beinum hætti á NATO-ríki en Þjóðverjar verði við öllu búnir og það sama eigi við um heri annarra NATO-ríkja.

Ótti við þriðju heimsstyrjöldina

Daily Mail minnir á að Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO hafi í sumar lýst því yfir að hætta sé á að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út að frumkvæði Rússlands og Kína. Það myndi gerast þannig að Kína myndi ráðast á Taiwan og Rússland í kjölfarið á Eystrasaltsríkin í því að skyni að endurreisa rússneska heimsveldið. Rutte segir að með þessu myndu Rússar og Kínverjar vilja dreifa kröftum NATO en Rutte segir að það eina sem komi í veg fyrir þetta sé að hafa styrk NATO svo mikinn að ríkin tvö leggi ekki í þessa vegferð.

Rússneskir ríkisfjölmiðlar hæddust að Rutte fyrir þessi ummæli og sögðu hann hafa tekið inn of mikið af ofskynjunarsveppum.

Rutte varaði hins vegar við því að hervæðing Rússlands sé orðin svo kröftug að NATO-ríkin séu nauðbeygð til að leggja meira til varnarmála. Hann sagði Rússa nú framleiða þrefalt meira magn skotfæra á þremur mánuðum en öll NATO-ríkin geri á einu ári. Rutte hvetur til þess að horft verði í meira mæli á Evrópu og Atlantshaf sem meira tengd Indlandshafs- og Kyrrahafssvæðunum. Kínverjar séu að aðstoða Rússa í árásarstríði þeirra í Úkraínu. Rússar ásælist fleiri Evrópulönd og Kínverjar hafi augastað á Taiwan. Það sé ekki skynsamlegt að líta á þetta sem aðskilin viðfangsefni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“