fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Fókus
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 08:31

Ryan Benson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi keppendur í raunveruleikaþáttunum Biggest Loser hafa nú hleypt myndavélunum aftur inn í líf sitt í þriggja þátta heimildaseríu á Netflix.

Þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en í þeim var fylgst með einstaklingum sem glímdu við ofþyngd keppa við hvort annað um að léttast sem mest.

Ryan Benson var fyrsti sigurvegari þáttanna árið 2004 en í byrjun seríunnar var hann 150 kíló. Þegar yfir lauk vó hann rúm 90 kíló og fékk hann í sinn hlut 250 þúsund dollara, rúmar 30 milljónir króna á núverandi gengi. Benson segir að eftir á að hyggja hafi þátttakan ekki verið peninganna virði, langt því frá.

„Við vorum misnotuð“

Til að búa til gott sjónvarp voru þátttakendur látnir ganga í gegnum miskunnarlausar æfingar á sama tíma og hitaeiningainntaka var skorin við nögl. Sumir fóru í gegnum heilu dagana á minna en þúsund hitaeiningum á sama tíma og þeir brenndu allt að 6.000 kaloríum í ræktinni og í hinum ýmsu þrautum.

Í þáttunum segir Ryan, sem í dag er 56 ára, frá þeim sálrænu áhrifum sem Biggest Loser-þættirnir höfðu á hann. Þyngdartapið átti ekki eftir að endast og ekki löngu eftir að þáttunum lauk hafði hann bætt allri þyngdinni aftur á sig og meira til.

„Ég missti allan fókus á að vera heilbrigður því þetta snerist bara um að vinna,“ segir Ryan meðal annars og bætir við að honum – og fleiri þátttakendum – hafi liðið eins og framleiðendur þáttanna vildu að þeim myndi mistakast. „Við vorum klárlega misnotuð,“ segir hann.

Blóð í þvaginu

Ryan rifjar upp að læknar hafi skoðað þvag keppenda daginn áður en lokavigtunin fór fram og hann hafi til dæmis fengið þau skilaboð að blóð hefði fundist í hans þvagsýni. „Ég var svo þurr,“ segir hann. Til að reyna að tryggja sér sigur segir Ryan að hann hafi reynt að neita sér um vökva síðustu tíu dagana og drekka aðeins örlítinn sítrónusafa til að halda sér gangandi.

Þetta átti eftir að skila sér í sigri en Ryan rifjar upp að fimm dögum eftir að hann var krýndur sigurvegari hafi hann verið búinn að bæta á sig 14 kílóum. Hann hélt áfram að þyngjast uns hann var orðinn 160 kíló – meira en hann var áður en þættirnir hófust.

Ryan segir að þetta hafi haft ýmis sálræn áhrif í för með sér og hann hafi glímt við sektarkennd eftir að hann þyngdist aftur. Honum hafi liðið eins og honum hafi mistekist og valdið fólki vonbrigðum.

Þáttaröðin á Netflix ber heitið Fit for TV: The Reality of the Biggest Loser og var hún frumsýnd þann 15. ágúst síðastliðinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“