fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Fókus
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 14:30

Mynd úr safni. Mynd: Unsplash.com.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ráðagóða Abby hefur svarað lesendum bandarískra fjölmiðla síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur verið svo vinsæl að eftir að hin upprunalega Abby, Pauline Esther Phillips, lést árið 2013 tók dóttir hennar, Jeanne Phillips, við keflinu.

Abby tekst á við ýmislegt sem brennur á lesendum hennar og endurspegla svör hennar stundum breytingar í samfélaginu sem fólk hefur ekki endilega áttað sig á. 

Nýlega svaraði Abby ömmu nokkurri sem segist komin með nóg af tilætlunarsemi fullorðinnar dóttur sinnar, sem gerir ráð fyrir að foreldrar sínir passi barnabörnin flestar helgar, svo móðirinn fái frí. Á meðan er faðir barnanna fjarri skyldum og ábyrgð.

Við hjónin elskum barnabörnin okkar, sem eru sjö og tveggja ára, mjög mikið og njótum þess að verja tíma með þeim. Vandamálið er að okkur finnst við vera misnotuð.

Dóttir okkar og eiginmaður hennar eru enn gift en lifa aðskildu lífi. Hann vinnur utan bæjarins og kemur heim flestar helgar. Helgar dóttur minnar byrja venjulega á föstudögum þegar hún „verður“ að láta einhvern passa börnin þar til hann kemur heim (ef hann kemur heim). Hún kemur síðan aftur heim á sunnudagskvöldi þegar hann fer í vinnuna.

Segir amman sem leitaði ráða hjá ABBY á New York Post að dóttir hennar geri ráð fyrir að foreldrar hennar sæki barnabörnin í skólann og/eða hjá barnapíu á föstudögum og taki þau heim til sín allar helgar. 

„Hún spyr ekki; það er gert ráð fyrir að við gerum það. Ef við segjum að við getum það ekki, eða gerum aðrar áætlanir, þá verður fjandinn laus. Það er heimsendir því hún þarf að breyta áætlunum sínum.“

Abby svaraði ömmunni á þann veg að amman ætti að vera ákveðin þegar hún segði tilætlunarsamri dóttur sinni að hún yrði einfaldlega að gera aðrar ráðstafanir fyrir börnin tvær helgar í mánuði „því þið hjónin eruð úrvinda og þurfið tíma fyrir ykkur sjálf.

Minntu hana á að þegar hún stofnaði fjölskyldu urðu börnin hennar (ekki þín) aðalábyrgð. Þú hefur rausnarlega veitt henni ókeypis barnapössun í mörg ár. Þessi þjónusta er dýr, eins og hún mun læra þegar hún þarf að greiða fyrir hana. Ég efast stórlega um að hún muni bregðast við með því að leyfa ykkur ekki að hitta börnin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 6 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins