Manchester United setti sig í dag í samband við Brighton vegna Carlos Baleba, en frá þessu segja áreiðanlegir miðlar.
Miðjumaðurinn ungi átti frábært síðasta tímabil með Brighton og hefur félagið lítinn áhuga á að selja hann. Þá er fjárhagsstaða félagsins sterk og þarf það ekki á því að halda að gera það.
United er á fullu að reyna að landa Benjamin Sesko frá RB Leipzig og virðist það ætla að takast. Ekki er víst hvort félagið hafi efni á hinum 21 árs gamla Baleba eftir það en Rauðu djöflarnir ætla greinilega að reyna.
Brighton hefur verið duglegt að kaupa leikmenn ódýrt og selja dýrt undanfarin ár, sér í lagi miðjumenn. Moises Caicedo og Alexis Mac Allister hafa til að mynda farið til Chelsea og Liverpool fyrir háar upphæðir.
United hefur þegar keypt þá Bryan Mbuemo, Matheus Cunha og Diego Leon í sumar. Baleba gæti orðið sá fjórði.