fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Ellefu stungnir í hrottalegri árás í Walmart

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. júlí 2025 07:00

Frá ónefndri Walmart-verslun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti ellefu manns voru stungnir í skelfilegri hnífaárás sem átti sér stað í Walmart-verslun í Traverse City í Michigan á laugardagskvöldið.

Samkvæmt lögreglu réðst 42 ára gamall karlmaður af handahófi á viðskiptavini með hníf í hinum ýmsum deildum verslunarinnar um kl. 17:00 að staðartíma. Vitni lýstu mikilli ringlreið og ógn á staðnum.

Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi eftir að tveir hugaðir viðskiptavinir réðustu til atlögu og yfirbuguðu hann. Árásarmaðurinn, sem talið er að sé búsettur í fylkinu, hefur ekki verið nafngreindur þegar þessi orð eru skrifað né leggur fyrir hvort að hann hafi tengst fórnarlömbunum með einhverjum hætti.

Sex fórnarlömb eru alvarlega særð en fimm önnur sluppu aðeins betur samkvæmt bandarískum fréttamiðlum.

Fórnarlömbin voru flutt á Munson Medical Center, stærsta sjúkrahús Norður-Michigan, þar sem mikið álag skapaðist.

Rannsókn málsins stendur yfir og yfirvöld hafa beðið almenning að forðast svæðið. Ríkisstjóri Michigan, Gretchen Whitmer, og FBI hafa lýst yfir fullum stuðningi sínum við rannsóknina og þökkuðu fyrstu viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES