fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 13:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðings, betur þekkt sem Ragga nagli, sem skrifaðir eru á mannamáli njóta mikilla vinsælda á Facebook-síðu hennar. Í þeim nýjasta fjallar Ragga um geðheilsuna, hvað hún er og hvað við getum gert til að geðheilsan blómstri sem best.

Góð geðheilsa er ekki endilega að vera í dúndrandi stuði alla daga eins og miðaldra húsmóðir á sjöunda rauðvínsglasi á Pallaballi.

Geðheilsa er að vera ánægð með lífið, sátt við okkur sjálf, upplifa jafnvægi og finna til öryggis og hafa getu og færni til að aðlagast breyttum aðstæðum.

Til að geðheilsan okkar blómstri eins og rósarunni í júní þurfum við að huga vel að því að vökva jarðveginn og næra ræturnar.

Ragga fer yfir rætur geðheilsunnar sem eru:

  • Ef svefninn er úti á túni þá fúnkerar ekkert í maskínunni. Góður nætursvefn í 8-9 tíma lækkar kortisól á núlleinni. Svefn býr til nýjan vef, ekki bara í vöðvum, heldur líka í heilanum. Svefn eykur mólekúlið BDNF (e. Brain derived neurotropic factor) sem stuðlar að minni og námi, en því hærra BDNF því minni líkur á Alzheimer. Magnesíum Glycinate fyrir svefninn dýpkar lúllinnginn.
  • Það rúllar sér enginn í lími og glimmeri alla daga valhoppandi í hörfötum á grænu engi. Við eigum öll ömurlega daga þar sem við erum grjótpirruð og langar mest að reka löngutöng framan í allt og alla. Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi. Leyfðu þeim að sigla um kerfið, rétt eins og gleðinni.
  • Tími fyrir okkur sjálf í sjálfsrækt. Ef þú setur þig ekki í forgang þá safnast upp gremja og pirringur sem finnur sér alltaf farveg, yfirleitt í framkomu og samskiptum
  • Göngutúrar, sérstaklega í náttúrunni, hækka serótónín og lækka hjá okkur kvíða og kortisól. Hliðarhreyfingar augna þegar við löbbum virkja stöð í framheila sem sér um lausnamiðaða hugsun, athygli, minni og nám. Við getum ekki verið stressuð á sama tíma og við erum að veita athygli.
  • Að setja mörk og segja NEI þegar við höfum ekki orku, tíma eða athygli til að taka á okkur fleiri byrðar er einn stærsti þátturinn í að koma í veg fyrir að við keyrum lóðrétt út í skurð í algjöra örmögnun.
  • Heiðra þörf líkamans fyrir hreyfing og hrista skankana reglulega. Hreyfing losar út endorfín sem er vellíðunarhormónið. Rannsóknir sýna að þolæfingar bæta minnið hjá eldra fólki og styrktaræfingar losa hormónið Irisin sem minnkar kvíða…. allavega hjá mýslunum.
  • Borða holla og næringarríka fæðu í gómsætum útgáfum til að stuðla að langtíma heldni, tilhlökkun fyrir máltíðir og losun á dópamíni þegar við borðum. Trefjar halda öllu reglulegu í pípulögninni, og fjölmargar rannsóknir sýna tengsl milli góðrar geðheilsu og heilbrigðrar þarmaflóru. Til dæmis skutla Psyllium Husk NOW Foods Iceland í grautinn.
  • Finna út hvaða gildi við höfum á hinum ýmsu sviðum og láta þau vera áttavitann okkar um hvernig við komum fram og hegðum okkur. Hvernig maki viltu vera? Hvernig starfsmaður? Hvernig foreldri?
  • L-theanine er amínósýra sem er virka efnið í grænu tei og stuðlar að slökun með því að lækka streitu og kvíða. L-theanine bætir svefngæðin því taugakerfið verður mega chillað eins og unglingarnir segja, en er samt ekki róandi lyf svo þú verður ekki eins og uppvakningur. 200 mg á dag er nóg til að verða sultuslök (Examine.com).
  • Þegar við erum djúpt sokkin í að gera eitthvað sem okkur þykir skemmtilegt þá gleymum við oft áhyggjum okkar á meðan. Skemmtun og leikur losar líka dópamín og serótónín. Skelltu þér í vatnsrennibrautina með krökkunum, rólaðu, málaðu myndir, tálgaðu spýtu, farðu á línuskauta… gerðu eitthvað sem gleður pinnann þinn.
  • Ef þú passar upp á að haka reglulega við grunnstoðirnar þá mun geðheilsan þakka þér með að vera í glimrandi góðu standi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu

Vilhjálmur sagður hafa beitt Andrés hörðu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum

Ótrúleg breyting á syni Schwarzenegger – Hefur misst 14 kíló og bætt á sig vöðvum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg

Vigdís lét hylja gamalt tattú sem passar ekki lengur við hana – Útkoman er ótrúleg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“

Vikan á Instagram – „Flíspeysumömmurnar hata þegar ég mæti á svæðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“

Endist lengur í rúminu en það er eitt nýtt vandamál – „Ég hélt hún yrði ánægð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“

Stórleikarinn segist hafa sætt sig við að einkadóttirin kæri sig ekki um hann – „Ég gerði allt sem ég gat“