Manchester United hefur staðfest komu sóknarmannsins Bryan Mbeumo en hann var áður á mála hjá Brentford.
Um er að ræða 25 ára gamlan leikmann sem hefur spilað með Brentford undanfarin sex ár.
United hefur verið að eltast við Mbeumo í allt sumar en skiptin hafa nú loksins verið staðfest.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir United sem keypti einnig Matheus Cunha frá Wolves fyrr í sumarglugganum.
Mbeumo er 25 ára gamall en hann er landsliðsmaður Kamerún en er þó fæddur í Frakklandi.