Gosmóðan sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og öllu vestanverðu landinu hefur ekki aðeins áhrif á fólk heldur einnig ferfætlinga. Varað er við löngum göngutúrum með besta vininn í dag.
„FORÐUMST langa og orkukrefjandi útivist,“ segir í færslu hjá Dýraspítalanum í Garðabæ.
Í dag er hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi. Auk þess liggur gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu og gildi eru há á öllum mælistöðvum.
Heilbrigðiseftirlitið varar viðkvæma hópa við útiveru í dag. Svo sem lungna og hjartasjúklinga.
Dýraspítalinn bendir á að þetta eigi líka við um dýrin okkar.
„Þefvinna inni , 10 – 15 min göngutúrar er dagskráin i dag hjá hundum,“ segir í færslunni. „kisur, sérstaklega viðkvæmar kisur fá innidag. Vonandi blæs og rignir þetta burt a næstu dögum.“