fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. júlí 2025 11:30

Varað er við löngum göngutúrum með dýr í dag. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gosmóðan sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og öllu vestanverðu landinu hefur ekki aðeins áhrif á fólk heldur einnig ferfætlinga. Varað er við löngum göngutúrum með besta vininn í dag.

„FORÐUMST langa og orkukrefjandi útivist,“ segir í færslu hjá Dýraspítalanum í Garðabæ.

Í dag er hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi. Auk þess liggur gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu og gildi eru há á öllum mælistöðvum.

Heilbrigðiseftirlitið varar viðkvæma hópa við útiveru í dag. Svo sem lungna og hjartasjúklinga.

Dýraspítalinn bendir á að þetta eigi líka við um dýrin okkar.

„Þefvinna inni , 10 – 15 min göngutúrar er dagskráin i dag hjá hundum,“ segir í færslunni. „kisur, sérstaklega viðkvæmar kisur fá innidag. Vonandi blæs og rignir þetta burt a næstu dögum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“