Benoit Badiashile hefur staðfest það að hann sé ekki að yfirgefa Chelsea og verður leikmaður liðsins næsta vetur.
Þetta eru ekki fréttir sem margir stuðningsmenn Chelsea eru ánægðir með en Badiashile hefur alls ekki staðist væntingar hjá félaginu.
,,Ég verð alltaf hjá Chelsea á næsta tímabili. Stjórinn og starfsfólkið hefur veitt mér mikið sjálfstraust og ég mun gefa allt í verkefnið,“ sagði Badiashile.
,,Ég elska félagið, borgina og stuðningsmennina.“
Badiashile er 24 ára gamall miðvörður en hann hefur spilað 34 deildarleiki fyrir Chelsea undanfarin þrjú ár.