Breiðablik komst sannfærandi áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld eftir leik við Egnatia.
Albanarnir unnu fyrri leikinn 1-0 á sínum heimavelli en áttu ekki roð í Íslandsmeistarana hér heima.
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur en fjögur af þeim mörkum voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Ágúst Orri Þorsteinsson og Viktor Karl Einarsson gerðu báðir tvennu og þá komst Óli Valur Ómarsson einnig á blað.
Næsti andstæðingur Blika er Lech Poznan frá Póllandi.