Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.
Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.
„Sama hvað þú ert að gúlla í ginið, hvenær þú borðar, hvar þú ert staddur í veröldinni, eða með hverjum þú snæðir. Rannsókn sýndi að borða hægar er mjög áhrifarík aðferð til að draga úr hitaeininganeyslu,“ segir hún og fer nánar út í rannsókina í pistlinum sem má lesa hér að neðan.
„Það er sorglegt að við eyðum fleiri klukkustundum, jafnvel sólarhringum og dögum í að hugsa um mat. Versla hráefni. Elda matinn. Skera. Preppa. Undirbúa. Leggja á borð. Ganga frá eftir mat. En sjálf athöfnin að borða. Athöfnin sem við öll elskum. Athöfnin sem við erum búin að vesenast í kringum allan þennan tíma. Hún tekur innan við fimmtán mínútur,“ segir Ragnhildur og bætir við að vegna þess að maður borðar hratt þá verður maður ekki andlega saddur.
„Minningin um bragðið, lyktina, upplifunina er í þokukenndri móðu. Ef við erum ekki sálfræðilega södd né munum almennilega eftir máltíðinni þá viljum við meira. Borðum meira seinna. Fáum okkur slikk og sukk. Því í sálinni er óuppfyllt tómarúm.“
Góð ráð
Ragnhildur gefur nokkur ráð til að hægja á sér í máltíð fyrir betri upplifun.