fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 09:15

Brad Pitt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Brad Pitt (61) lét dularfulla athugasemd falla um „erfiðleika“ sína í nýjasta þætti hlaðvarpsins New Heights með Travis Kelce og Jason Kelce.

Pitt var þar að ræða ást sína á NFL-liði Kansas City Chiefs, þegar Travis baðst afsökunar á tapi þeirra í Super Bowl í febrúar.

„Við náðum þér í ár. Ég brást þér,“ sagði íþróttamaðurinn í gríni.

Pitt vísaði afsökunarbeiðninni á bug og benti á að erfiðleikar væru það sem gerði íþróttamyndir svo sérstakar.

„Það er það sem ég meina með lífið. Lífið kastar til þín erfiðleikum. Stundum verður allt hljótt, lífið er fullkomið, það er stórkostlegt. Öðrum stundum kastar lífið þessum erfiðleikum í þig og það er hvernig þú tekst á við þá og hvernig þú kemur til baka frá þeim.“

Pitt deildi þó ekki nánar hverjar hans erfiðustu stundir væru.

Í síðustu viku ræddi hann um edrúmennsku sína sem gestur í hlaðvarpi Dax Shepard, Armchair Expert. Þar sagðist hann hafa farið á AA-fundi nánast á hnjánum og hafi þurft að vakna aftur til lífsins.

„Ég var að reyna allt og ekkert, allt sem einhver kastaði í mig. … Þetta var erfiður tími.“

Angelina Jolie og Pitt

„Ég þurfti að byrja upp á nýtt,“ hélt hann áfram, og vísaði þar greinilega til skilnaðar síns og Angelinu Jolie árið 2016 og samskiptaerfiðleika þeirra í kjölfarið hvað varðar sex börn þeirra.

Þegar Pitt og Jolie gerðu upp umdeildan skilnað sinn í fyrra var hann kominn í samband með Ines de Ramon.

Pitt og Ines de Ramon
Pitt er í engum samskiptum við börn sín eftir skilnaðinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““