fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433

Vel heppnaður dómaradagur í Laugardalnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. júní 2025 17:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómaradagur ungra dómara var haldinn í fyrsta sinn sunnudaginn 1. júní í höfuðstöðvum KSÍ og á Þróttheimum, æfingavöllum Þróttar í Laugardal. 15 dómarar voru samankomnir undir handleiðslu sérfræðinga í dómaramálum.

Dómararnir fengu fyrirlestra frá FIFA dómurunum Vilhjálmi Alvar Þórarinssyni og Jóhanni Inga Jónssyni ásamt því að hlýða á erindi frá Gunnari Jarli Jónssyni, dómaraþjálfara KSÍ og Frosta Viðari Gunnarssyni, aðstoðardómaraþjálfara KSÍ.

Dómararnir fóru á verklega æfingu þar sem þeir nutu leiðsagnar Bríetar Bragadóttur, FIFA dómara og Gylfa Más Sigurðssonar, FIFA aðstoðardómara ásamt því að Milos Petrovic, Gunnar Jarl Jónsson og Frosti Viðar Gunnarsson voru þeim til halds og trausts.

Það er mikilvægt fyrir KSÍ og félögin að hlúa vel að ungum dómurum og átta sig á að það eru mörg hlutverk sem þarf að sinna í knattspyrnunni og dómgæsla er eitt þeirra. Hlutverk dómara er í senn krefjandi, gefandi en umfram allt skemmtilegt og þóttu dómararnir standa sig með stakri prýði og engin vafi á að þarna eru á ferðinni framtíðar dómarar.

Á haustmánuðum mun KSÍ bjóða upp á dómaradag fyrir stúlkur á aldrinum 14-20 ára og við hvetjum félögin til að bjóða stúlkum upp á gott umhverfi og leiðsögn þegar þær stíga sín fyrstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433
Í gær

Valur kom til baka og vann dramatískan sigur

Valur kom til baka og vann dramatískan sigur
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal