fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. júní 2025 10:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um hvernig við getum öll stutt þá sem kjósa áfengislausan lífsstíl. Sjálf hefur Ragga verið án áfengis í 13 ár.

Leggjum ekki stein í götu þeirra sem vilja efla heilsu sína með að sleppa áfengi.

Styðjum með því að bjóða upp óáfengar veigar.

Sýnum skilning með að bjóða viðkomandi alltaf með á tjúttið.

Hrósum og hvetjum.

Naglinn hefur verið á snúrunni í 13 ár og má telja á fingrum annarrar samferðafólk sem hafa krumpast yfir að ekki rynni mjöður um æðar.

Líf án áfengis er gróði í öllum skilningi.

Ragga telur upp ótal dæmi um það: 

  • Fílterinn í framheilanum er í fullum gangi og passar hvað þú segir og við hvern.
  • Vaknar ferskur…. smá þreyttur, en ekki timbraður og skraufþurr að innan.
  • Meiri peningur í buddunni sem annars myndi renna í vasa bareigenda í borg óttans.
  • Líkamleg heilsa er betri.
  • Andleg heilsa er í blússandi botni.
  • Mætir á æfingar í vikunni á eftir án þess að líða eins og klósettbursta.
  • Skýrari hugur.
  • Betri blóðsykursstjórn. Dettum ekki á bólakaf í Þykkvabæjarsnakkið og flatbökuna í pervertískum löngunum.
  • Betri svefn en áfengi truflar REM svefn sem hefur áhrif á svefngæðin.
  • Öflugra fitutap ef það er markmiðið. Áfengi inniheldur 7 kcal/g sem veldur oft enn meiri fitusöfnun. Að sama skapi brýtur líkaminn fyrst niður etanól áður en hann fer í fitutapið.
  • Meiri vöðvabygging því áfengi hægir á glýkógenmyndun og prótínmyndun í vöðvum.
  • Meiri tími og orka í að gera eitthvað uppbyggilegt sem áður fór í sjónvarpsgláp með mönnum timburs.
  • Minni kvíði því áfengi minnkar framleiðslu GABA taugaboðefnið sem róar taugakerfið og dregur úr kvíða.
  • Meira frelsi og rými til að gera aðra hluti.
  • Sjálfstraustið eykst því þú þarft enga utanaðkomandi hækju til að þora að tala við fólk eða vera þú sjálfur.
  • Kemur til dyranna eins og þú ert klædd(ur).
  • Manst allt sem sagt var. Hafðir fullkomna dómgreind og sjálfsstjórn.

Virðum ákvörðun þeirra sem kjósa líf án áfengis og reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru