fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Borgarfulltrúi lýsir æsilegum eltingaleik – „Ferðast á hraða ljóssins“

Fókus
Laugardaginn 31. maí 2025 14:38

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þakkar í færslu í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook veitta aðstoð við að ná hundi sem hún og fjölskylda hennar voru með í pössun. Miðað við lýsingarnar er hundurinn afar snöggur og þurfti að hafa ansi mikið fyrir því að ná honum aftur og eltingaleikurinn virðist hafa verið á köflum nokkuð æsilegur.

Ragnhildur segir hundinn, Moli að nafni, af tegundinni Bichon Frisée en um er að ræða smávaxna tegund sem er þó afar lipur á fæti. Hún segir að eftir ábendingar frá nágrönnum og sjálfboðaliðum á vegum Dýrfinnu hafi starfsmönnum Dýraþjónustu Reykjavíkur tekist að handsama hundinn. Ragnhildur segir atganginn hafa byrjað í morgun þegar hún kom aftur heim með hundinn úr göngutúr:

„Þegar við stigum inn fyrir dyrnar eftir morguntúrinn skaust hann út um leið og ég losaði bandið. Þá uppgvötaðist að Moli hlýðir ekki innkalli og þrátt fyrir heilan skinkupakka og allskonar brögð og brellur tókst mér ekki að ná honum. Ég hef elt ýmsa hunda og jafnvel smalað kindum en þessi hundur ferðast á hraða ljóssins og slapp næst út úr inngarðinum þegar kona ómeðvituð um eltingarleikinn fyrir innan hleypti honum óvart út. Þá var hann kominn út á götu farinn að gelta og hlaupa á eftir bílum og hjólum. Liðsauki var kallaður til, yndislegur lögreglumaður lét mig fá neyðarnúmer DÝR (Dýraþjónusta Reykjavíkur, innsk. DV) og Dýrfinnu og kom til mín ábendingum frá fólki sem hringdi vegna Mola sem var þá kominn í mikinn háska. Aðrir hundaeigendur sem áttu leið hjá reyndu að hjálpa en ekkert dugði hann varð bara styggari og æstari og tók á rás.“

Á flugvöllinn á 20 mínútum

Ragnhildur segir að hinum smávaxna Mola hafi því næst á 20 mínútum tekist að hlaupa frá Hofsvallagötu niður að Reykjavíkurflugvelli en þá hafi loksins orðið hindrun á vegi hans:

„Það var á endanum að hann flæktist í villtum litlum runna í horni á flugvallagirðingunni við Eurocar og þá var loks hægt að snara hann. Aldrei hef ég verið jafn þakklát fyrir þessa flugvallagirðingu og óhirtan gróður.

Hún þakkar að lokum áðurnefndum aðilum fyrir veitta aðstoð og segir það hafa verið huggun í því að fá að vita að hundar af umræddri tegund séu orsök flestra útkalla hjá Dýraþjónustunni en því næst var að tilkynna eigendunum um málið:

„Núna er bara að hringja í eigendur Mola og reyna afsaka það að hafa næstum misst hundinn þeirra undir græna torfu.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 1 viku

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?