fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Enok tjáir sig um fröllu-hneykslið – „Við Birgitta erum góð sko, við erum bara best í heimi“

Fókus
Fimmtudaginn 29. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enok Vatnar Jónsson, sjómaður með meiru, segir að fröllu-hneykslið svokallaða sé stormur í vatnsglasi og að allt sé í góðu milli hans og barnsmóður hans, Birgittu Lífar Björnsdóttur. Hann útilokar þó ekki að vinkonur hennar séu vesenið í öllum þessum stormi. Þetta kemur fram í stuttu viðtali við Enok í hlaðvarpsþættinum Götustrákar.

Eins og alþjóð veit varð allt vitlaust í samfélagi áhrifavalda um síðastliðna helgi þegar Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf með kuldalegri athugasemd á samfélagsmiðlinum TikTok. Enok og Birgitta Líf voru saman í þrjú ár og eignuðust saman dreng en upp úr sambandinu slitnaði fyrr á þessu ári.

Ástrós Traustadóttir, vinkona Birgittu Lífar, birti myndskeið á TikTok-reikningi sínum þar Birgitta Líf geislar og gefur í skyn að hún sé spennt fyrir framtíðinni sem einhleyp kona. Enok setti athugasemd við myndskeiðið sem hljóðaði svo: „Settu franskarnar í pokann“.

Um er að ræða slangur sem notað er til þess að niðurlægja einhvern og koma honum niður á jörðina, jafnvel gefa í skyn að viðkomandi ætti að fá sér alvöru vinnu. Athugasemdin féll í grýttan jarðveg hjá netverjum sem létu Enok heyra það og þá hafa vinkonur Birgittu Lífar einnig skotið á kappann.

Í viðtalinu við Götustrákar er Enok spurður að því hvort hann sjái eftir athugasemdinni en hann er snöggur til svars: „Ég sé ekki eftir neinu“. Hann útskýrir svo frekar að það séu aðallega netverjar sem hafi blásið upp hneykslið. Undir yfirborðinu sé allt með kyrrum kjörum.

„Staðan er nefnilega sú að ég og Birgitta erum góð sko,, við erum bara best í heimi sko. Það fyndna er að fólkið utan við þetta er að missa sig yfir þessu,“ útskýrir Enok.

Hann er síðan spurður hvort að það séu vinkonur Birgittu Lífar sem séu vesenið í öllu málinu og hvort að þær séu á móti honum. Enok slær það ekki út af borðinu: „Ja, það hlýtur að vera maður“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“