fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Réttarhöldum yfir einu hræðilegasta skrímsli Frakklands er að ljúka – Fórnarlömb hans eru miður sín yfir áhugaleysi samfélagsins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. maí 2025 12:13

Joel Le Scouarnec

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmiklum réttarhöldum yfir franska lækninum Joel Le Scouarnec lýkur í næstu viku. Le Scouarnac hefur gengist við því að hafa nauðgað eða kynferðislega misþyrmt 299 börnum yfir 25 ára skeið sem tengdust tíu frönskum spítölum og sjúkrastofum. Brotin áttu sér stað á árunum 1986 til 2014 og hefur Le Scouarnec sér þar með skipað sér sess sem eitt helsta skrímsli í réttarsögu Frakklands. 

Um er að ræða langstærsta barnaníðingsmál í sögu Frakklands og kom það beint í kjölfar umfangsmikilla réttarhalda yfir níðingnum Dominique Pelicot sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan um margra ára skeið og misnotaði hana með hjálp fjölda annarra manna.

Þau réttarhöld vöktu heimsathygli og bjuggust flestir Frakkar við að málið yfir Le Scouarnec yrði sömuleiðis á forsíðum stærstu fjölmiðla heims um langt skeið. En raunin hefur orðið önnur og eru mörg fórnarlömb Le Scouarnec sögð miður sín yfir því að áhuginn á málinu er lítill sem enginn.

Talsverð umræða er í Frakklandi um hverju veldur. Hafa sumir bent á það að í málinu yfir Dominique Pelicot hafi það verið hugrekki eiginkonunnar, Gisele Pelicot, sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar. Hún hafi ákveðið að hafna nafnleynd í málinu og þess í stað stíga fram undir nafni til þess að afhjúpa en frekar níðingana sem brutu á henni. Þar með varð hún einskonar feminísk hetjutáknmynd.

Skráði ofbeldið í svartar stílabækur

Í málinu gegn Le Scouarnac eru fórnarlömbin hins vegar fjöldamörg og þrátt fyrir að sum hver hafi tjáð sig undir nafni um átakanlega reynslu sína þá hafa þær sögur ekki fangað athygli heimsbyggðarinnar með sama hætti.

„Ég er gjörsamlega búin á því. Ég er reið. Á þessari stundu sé ég enga von. Samfélaginu virðist sama. Ég er hrædd um að hugsa til þess að svona níðingsverk geti átt sér stað aftur,“ sagði ein af fórnarlömbum Scouarnec, Manon Lemoine, í viðtali við BBC.

Þá eru aðrir sem halda því fram að Frakkar séu hreinlega ekki tilbúnir í að horfast í augu við það að svo víðtækt barnaníðingsmál hafi getað átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins án þess að til nokkurra aðgerða var gripið.

Þær upplýsingar sem hafa komið fram við réttarhöldin eru sláandi. Barnaníðingurinn hélt nákvæma skrá um börnin sem hann níddist á í sérstökum svörtum stílabókum. Hann lét iðulega til skara skríða þegar börnin voru að jafna sig eftir aðgerðir eða voru enn undir áhrifum svæfinga.

Le Scourarnec settist í helgan stein án þess að upp um hann hafi komist. Hann einangraðist hins vegar hratt heima hjá sér, drakk illa og að endingu var hann handtekinn árið 2017 fyrir að hafa reynt að misnota sex ára dóttur nágranna síns. Í kjölfarið fór lögreglan að fletta ofan af hrikalegum myrkraverkum hans.

Le Scouarnec mun verða bak við lás og slá það sem eftir er ævi hans. En þrátt fyrir áhugaleysi fjölmiðla hafa margir þolendur hans sagt að réttarhöldin hafi veitt þeim von og styrk, sér í lagi hafi mörg fórnarlömb hans kynnst og getað hjálpað hvort öðru í baráttunni við að komast yfir ofbeldið sem þau urðu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt

Hafa áhyggjur af fjölda sjálfsvíga eftir laser aðgerðir á augum – Ekki 100 prósent öruggt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni

Lögregla þarf að ná tali af þessum manni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“

Íbúi á Skyggnisbraut áhyggjufullur: „Hún þorir ekki að fara ein af ótta við þessa menn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bassi var að reyna að endurheimta síma sinn úr höndum leigubílstjórans þegar átök brutust út

Bassi var að reyna að endurheimta síma sinn úr höndum leigubílstjórans þegar átök brutust út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot